Allt grænt

Mér fer í alvörunni að verða íllt í augunum því að það er ALLT grænt hérna, þá er ég ekki að meina vegna þess að það er að koma sumar heldur útaf St. Patrick's day. Ég, Svenja og Marcela keyptum okkur grænar hárkollur til að vera með þegar við förum til Chicago á morgun að sjá þegar þeir lita ánna græna.. það verður AWESOME :)

 Þessi vika var heldur betur strembin. Michelle fór til St. Louis í þrjá daga og tók Katherine og Donald með sér. Þannig að ég var heima með tvo krakka.. Það var mikið að gera hjá pabbanum þannig að ég vann meira en vanalega.. alveg upp í 13 tíma á dag, s.s. frá því að þau vöknuðu og þangað til þau fóru að sofa. Þrátt fyrir hversu þreytt ég er eftir þessa törn þá var þetta rosalega gaman.. Maður er miklu frjálsari þegar maður er ekki með ungabarn og þarf að vera heima á hinum og þessum tíma þegar hann þarf að taka lúr eða eitthvað, við Jenny fórum á róló, á play-date, út að leika í rigningunni með regnhlífar að týna áðnamaðka, fórum út að hjóla og margt fleira. Það var samt rosa gott að fá þau hin heim aftur :) Donald tók vel á móti mér og ældi yfir mig alla í dag.. mjöööööög girnó !!  hehe

hmmm.,. um hvað gæti ég skrifað meira ?? Já ég keypti mér GPS í gær :S hef aaaaalls ekki efni á því en ég tel það bráðnauðsynlegt fyrir dvöl mína hérna, því ég rata ekki neitt og ætla ekki að lenda aftur í ævintýri eins og þarna um daginn þegar við fundum ekki partýið !! ;) 

Hey já, ég fór í dýragarð í fyrsta skipti, sá fullt af kúl dýrum.. þarf að fara aftur því að dýragarðurinn var svo stór að við höfðum ekki tíma til að skoða allt.. á eftir að sjá tígrisdýrin, ljónin, krókudílana og maaaargt fleira, þarf að skella inn myndum af því.. Svo sá ég líka alvörunni eldingar í fyrsta skipti í gær, ég var nú hálf smeik.. Þetta var alveg eins og í hryllingsmyndum ;) 

Annars er bara allt ljómandi að frétta héðan úr Naperville, það er aaaalveg að koma vor.. fyrst vordagurinn er 20 mars. Það er samt búið að hlýna rosalega og allur snjór farinn. Það var 18 stiga hiti hér á miðvikudaginn og ég var að stykkna !! Um helgina breytum við klukkunni og verðum þá 7 tímum á eftir Íslandi í staðin fyrir 6 !! Það sökkar bigtime !! 

Já og það voru margir sem ætla að senda mér pakka, ég vona bara að einhver standi við það ;)

Takk aftur fyrir öll kommentin.. Elska ykkur :* -ekki samt hætta að kommenta.. 

 OUT !

Sirry


úffedípúff!!

Jáá.. Dagurinn í dag er búinn að vera frekar erfiður, eða allavena erfiðari en allir þeir dagar sem ég hef verið hérna.. Ég held að það sé allt Sævari Erni að kenni og líka mömmu og pabba.. jáá.. ég er búin að vera með heimþrá!! hélt í alvörunni að ég myndi aldrei skrifa þetta, en júúbb.. allt kom fyrir ekki !! Þetta er samt ekkert versta tilfelli af heimþrá sem til er held ég.. ég er ekkert búin að vera rúmliggjandi, grenjandi í koddann sko... Heldur er ég stanslaust hugsandi heim til Siglufjarðar, í grafarholtið, í kópavoginn... og bara til íslands!! Þegar ég segi að þetta sé allt Sævari Erni að kenna er af því að hann er á Íslandi en ekki ég, haha.. Ég öfunda hann svoooo mikið að hafa fengið að sjá og knúsa Daníel Frey, og mömmu og pabba !! Og þegar ég segi að þetta sé allt mömmu og pabba að kenna þá er það útaf því að þau keyptu sér webcam og ég sá þau í fyrsta skipti í 7 vikur í gær !! Í minni heimþrá í dag skipti ég meira að segja út desktop myndinni, úr flottu fjólubláu myndunum sem breyttust á nokkra mínútna fresti (voða kúl) yfir í mynd af Sævari Erni, Sverrir og Daníel Frey !! 

Einhversstaðar las ég að þegar maður flytur frá heimalandinu sínu í nýtt land upplifir maður oft menningasjokk.. ég vildi nú ekki viðurkenna að ég væri að fara í gegnum slíkt.. en ég held það nú samt því að þar er eimitt sagt að maður kemur niður á jörðina aftur eftir c.a. 2 mánuði og það eimitt passar .... Ekki misskilja mig samt, ég er ekkert að koma heim skoh !! Ég er ennþá að elska þetta :) 

Á mánudaginn fyrir einni og hálfri viku síðan sendi ég pakka heim til Íslands, hann kom loksins í gær og mamma var rosa ánægð með afmælisgjöfina sína.. Hrafnhildur verður væntanlega ánægð með M&M-ið sitt og Sverrir, Hildur og Daníel verða örugglega rosa glöð með ÖLL fötin :) 

En já... var ég búin að skrifa um náttfatapartýið ?? nei ég held ekki.... það var awesome!! Til að byrja með var ég eina í náttfötum því að snemma um kvöldið vorum við að mixa frosna margaritu.. í svona blender.. oki til að útskýra aðeins; það er oft svona skúrf dæmi á svona blenderum, þannig að þegar maður setur könnuna ofan á unit-ið þá þarf maður að skrúfa aðeins svo að það sé hægt að kveikja.. æææ dú jú fatt mí ?? Ok anyways, við gerðum það... þegar við vorum búin að mixa þetta allt saman þá nær Roya í glösin og ég sneri létt upp á könnuna til að losa hana.... en neeeeeeeei þá þurfti það ekkert og við vorum búnar að skúrfa helvítis botninn úr könnunni með því að skrúfa alltaf !! þannig að 1 líter af frosni margarítu fór yfir mig alla !! - þetta var heldur ekkert partý.. þannig séð.. við vorum bara þrjár og hálf !! haha.. þegar ég segi hálf þá er það útaf því að það var stelpa sem kom, hún var ekki í náttfötum, hún drakk enga kokteila og gisti ekki !! En já.. þetta var bara gaman.. ! Lágum í hring á gólfinu í trúnó langt fram á rauða nótt !! Læt eina mynd fylgja ;) 

 

februar_2010_118.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hey, mig vantar einhvern sjálfboðaliða til að senda mér pakka... mig langar að fá pakka frá Íslandi.. maaaarga ;) Eitthvað Íslenskt.. :) Hey já.. svo þarf einhver að senda mer páskaegg ;) Takk dúllurnar mínar :* Heimilsfangið mitt er hérna vinstrameginn á síðunni :) Mér finnst líka gaman að frá bréf :)  híhíh

Og já.. ég gleymdi næstum því að segja ykkur hversu AWESOME þið eruð sem kommentuðuð!! mér finnst geggjað gaman að fá komment.. svo ég segi bara keep up the good work and keep on commenting !! 

Jæjha.. þangað til næst krúttbomburnar mínar.. veriði góð við hvert annað.. við erum bara 300 þúsund !! 


Sorry, sorry sorry !!

Ég veit að ég er ekki að standa mig í blogginu..

Enda svosem kannski ástæða fyrir því, hef þannig séð ekkert að skrifa um.. allt er ennþá bara í þvílíkum blóma og ég er alltaf að kynnast nýju og nýju fólki :)

Roya vinkona mín kom til mín seinasta föstudag, og gisti hjá mér í eina nótt, við fórum niður í downtown Naperville ásamt Svenju og fengum okkur Chicago-style pizzu, við þurfum ekkert að ræða það hversu góð hún var.. Er búin að hugsa um þessa pizzu á hverjum degi síðan þá :S Chicago-style pizza er sko geðveikt þykk með álegginu og ostinu undir sósunni.. þannig að sósan er efst.. hljómar undarlega en er samt geðveikt gott.. Svo dönsuðum við smá og fórum bara heim :) 

Seinasta laugardag fór ég svo á þorrablót í Chicago, sem var haldið á vegum íslendingafélagsins í Chicago.. það var bara gaman. Michelle kom með mér, henni fannst gaman að smakka allan þennan mat en mælir samt ekki með honum, henni fannst harðfiskurinn og rófustappan best. En henni fannst allir Íslendingarnir rosa skemmtilegir og hressir :) 

Á morgun er ég að fara í pajama-partý til Royu, hún býr í svona klst í burtu.. Ætlum að kaupa allskonar bús og mixa kokteila fram á rauða nótt, í náttfötunum einum fata.. hahahaha :) 

 Sorry hvað þetta blogg er stutt.. kem með rosa langt og ferskt blogg í næstu viku :) 

P.s. það er rosalega mikið af fólki að skamma mig fyrir bloggleysi...það kom mér á óvart hversu margir skoða!! nú fer ég fram á að ALLIR kvitti, sama hvort ég þekki viðkomandi eða ekki...  annars blogga ég ekki ;)

Læt fylgja smá myndir finnst að þetta er svona stutt blogg: 

Ég og Svenja í djammferðinni miklu !!Valentínusardinnerinn Þorrablótborðið okkar á þorrablótinu

 


búútjjiss !

Það eru þessir sjálfsögðu hlutir sem ég sakna mest, eins og það að tala Íslensku ! Í öllu ferlinu þegar ég var að búa mig undir að búa í Bandaríkjunnum þá gleymdi ég alveg þessu sjálfsagða. Ég var rosalega vel undirbúinn, ég var búinn að fara yfir þetta þúsund sunnum í hausnum á mér; erfiðast verður að geta ekki tekið upp símann og hringt þegar mig langar til þess, það verður erfitt að geta ekki sest upp í bíl og keyrt til vina sinna þegar mig langar, það verður erfitt að vera í burtu í allan þennan tíma og missa af öllu sem vinir og ættingar ganga í gegnum á þessu ári og sömuleiðis fyrir þau að missa af öllu sem ég fæ að upplifa á þessu ári sem ég verð hér. En það sem ég steingleymdi var að hugsa til þess hversu erfitt það yrði að tala lital sem enga íslensku allan tímann, og þó ég hafi alveg vitað að það væri töluð enska hérna þá gerði ég mér ekki grein fyrir hversu erfitt er að tala á ensku en hugsa á íslensku og þurfa að þýða hverju einustu setningu í huganum áður en ég læt hana útúr mér. Eins er það með matinn, matur er jú bara matur og það er viss matur heima á Íslandi sem mér þykir góður, ég hugsaði ekki til þess að ég gæti hugsanlega ekki fengið eins hérna, t.d. þú getur fengið samloku m/ skinku og osti hérna en hún verður aldrei eins og samloka m/ skinku og osti heima á íslandi. Þú getur líka fengið pylsur hérna, en neiii ekki SS pylsur! - En þetta er líka kannski bara ein ástæðan fyrir því að mig langaði að fara út sem Au Pair, til að læra nýja hluti og aðlagast nýjum siðum, menningum og læra tungumálið enn betur !! Það verður ekki langt þangað til ég tali ensku reiprennandi, hugsi hana stöðugt og jafnvel fari að dreyma hana... ohhh það verður ljúft !!

Ok, nóg af þessum djúpu pælingum..

 Ég er rétt kominn heim úr rosalegri ævintýraferð!! Við Svenja nágranna vinkonan mín ákváðum að joina fleiri Au Pair stelpur í smá djamm.. Svenja kom til mín um 6 leytið og ég var þá að lita á mér hárið, ég kláraði það, gerði mig til og svo fórum við heim til Svenju og ég málaði hana og greiddi, við vorum svaaaaaka fínar. Við ætluðum að hitta hinar stelpurnar heima hjá einni stelpunni klukkan 9:45, við ákváðum að leggja af stað klukkan 9 til að vera alveg pottþétt á réttum tíma. Á leiðinni þá ákváðum við að "stytta" okkur leið.. ég ákvað svo að við skyldum stoppa í einni búð þarna og kaupa smá áfengi.. Sem og við gerðum, nema það að afgreiðslufólkið vildi ekki taka Íslenskt ökuskirteini sem gilt skilríki þannig að ég gat ekki keypt áfengi, og Svenja er ekki komin með aldur þannig að við ákváðum að snúa við, fara heim og ná í vegabréfið mitt og prenta út leiðina heim til þessarar stelpu, þar sem við vorum hvort sem er villtar ;) hehehe.. Við fórum heim til mín og prentuðum út kortið. LOKSINS komumst við heim til stelpunnar en neeei, þær voru allar farnar á þennan skemmtistað sem við ætluðum að fara á því að það var frítt inn til 11.. Þær svörðuðu ekki símunum, við vorum ekki með kort eða neitt, vissum EKKERT hvar við vorum, eina sem við vissum var heimilisfangið á þessum skemmtistað en hvernig við áttum að komast þangað vissum við ekki.. Við keyrðum og keyrðum og keyrðum.... við fundum ekki skemmtistaðinn, þannig að við ákváðum bara að fara heim, þegar við vorum búnar að snúa við, búnar að sætta okkur við þá staðreynd að við værum ekki að fara að djamma, þá hringdu stelpurnar.. og sögðu okkur leiðina... við vorum allan tímann á réttri leið og ef við hefðum haldið áfram í 1 mín þá hefðum við komið að skemmtistaðnum, en við héldum okkur við ákvörðunina, finnst að við vorum búnar að snúa við...  fórum bara á burger king og hlógum af vitleysunni í okkur !! 

Annars er ég bara komin í helgafrí og er alveg að fíla það.. ætla að sofa út á morgun og skella mér svo í ræktina ;) 

Set inn myndir á þetta blogg á morgun af roadtrippinu þegar ég vakna ;) 

 

Góða nótt hunangsflugurnar mínar;*


Twilight !

Haldiði að kjéllann sé næstum því hálfnuð með Twilight, alveg fimmhundruð og eitthvað blaðsíðna bók!! Ekkert smá stolt af sjálfri mér... hélt í alvörunni að ég myndi aldrei fyrir mitt litla líf lesa vampírubók, en jááá.. allt kom fyrir ekki og ég er virkilega ánægð með þessa bók, veit samt ekki hvort að ég klári hana þar sem ég er svo upptekin af nýju tölvunni minni sem ég keypti mér í gær, sem ég btw staðgreiddi.. ekkert smá montin :)

Mynd af fallegu fjólubláu tölvunni minni ;) 

februar_2010_011_958240.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 Svo er hér skjárinn minn, hann breytir um mynd á klst fresti :

februar_2010_012.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta verður stutt blogg að þessu sinni, þessi vika var ekkert svo viðburðarík.. reyndar var hún soltið erfið þar sem krakkarnir voru veikir og þar af leiðandi var mikið um grátur.. Eeeen ég er samt fegin að þessi vika sé á enda, og önnur betri að taka við :) 

Gæti verið að ég fari til Chicago á sunnudaginn með nokkrum stelpum, þær voru að tala um að hittast þar og borða saman hádegismat og fara svo á einhver söfn. Ég er ekki alveg viss hvort ég fari því að ég var búin að ákveða að fara ekki nema vera búin að skipuleggja allann daginn fyrirfram... Gæti líka vel verið að ég hangi bara heima og halda áfram að lesa og slappa af :) Ágætt kannski að vera bara heima því ég eyði þá ekki peningum á meðan :) 

Já og svo er ég að vinna á morgun því að foreldrarnir eru að fara að taka upp auglýsingu, og þau tóku mynd af mér í uniforminu ;) 

februar_2010_009.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Later kjútís ;*


bújahhh !

Okey ég stóð ekki við það sem ég sagði í seinasta bloggi, ég er að blogga einum degi of seint... á mínum mælikvarða, en tveimur dögum af seint á Íslenskum mælikvarða. Þessi vika var jafn fljót að líða og seinasta!

Ég fór til Chicago seinasta Sunnudag með tveimur stelpum sem ég kynntist á námskeiðinu í New Jersey. Við búum allar á sitthvorum staðnum þannig að við þurftum að taka sitthvora lestina og hittast síðan á lestarstöðinni hjá þeirri sem kom síðast. Það var ekkert skipulagt hjá okkur, það eina sem við vorum búnar að ákveða var að fara til Chicago þennan sunnudag, ég var ekki einu sinni búin að kíkja á lestarplanið þannig að ég vissi ekki einu sinni klukkan hvað lestin mín myndi fara. Ég talaði við stelpurnar í hádeginu þennan Sunnudag og þær ætluðu bara að taka næstu lest, svo ég varð að gera það sama til að vera á svipuðum tíma og þær, ég kíkti á lestarplanið og ég hafði 20 mín til a ðtaka mig til og koma mér niðrá lestarstöð, ég rétt náði lestinni!! Þegar lestin var svo ný lögð af stað þá hringdi önnur stelpan í mig, þá hafði hún misst af sinni lest.. Sem þýddi það að ég þyrfti að bíða í Chicago, á hennar lestarstöð í rúman klukkutíma, ooog hin stelpan sem ætlaði að hitta okkur var símalaus.. Þegar ég var í lestinni fór ég allt í einu að hugsa að ég var ekki með lestarplan, né kort af Chicago og var farin að halda að ég þyrfti bara að taka næstu lest aftur heim því ekki vildi ég vera týnt einhversstaðar í Chicago, þar að segja ef ég myndi ekki finna lestarplan á lestarstöðinni í Chicago... en sem betur fer þá hitti ég strák í lestinni sem var svo almennilegur að fylgja mér á millenium lestarstöðina og þar var stelpan sem var símalaus og við biðum saman eftir hinni stelpunni.. Við skoðuðum fullt í Chicago og ég ákvað á heimleiðinni að ég fer ekki aftur til Chicago nema ég viti hvernig veðrið verði, og ég sé búin að skipuleggja allt frá a-ö :)

Á morgun ætla ég svo að fara með tölvuna mína og sjá hvort það sé hægt að gera við hana, þannig að það fer að styttast í það að þið farið að sjá myndir af mér og fólkinu mínu í útlandinu :) 

Svo er ég búin að eignast tvær nýjar vinkonur, önnur þeirra býr bara í næstu götu við mig sem er frekar næs :) Við fórum á Starbucks í gærkvöldi og svo fórum við allar þrjár í mollið í dag :) Og ég keypti smá hárvörur í VS og svo geðveika Baby Phat úlpu, ógeðslega flott hálsmen í forever 21 sem er eins og stór gróf keðja og geðveikt belti :) 

Over and out !

 


Heil vika :)

Ég var í alvörunni búin að skrifa alveg heljarinnar blogg en það hefur greinilega ekki save-ast því það kom ekki inn..

Það er ekki langt síðan að það var vika þangað til ég myndi fara út en það er liðin vika síðan ég kom hingað í Naperville, ég er ekki að trúa því, tíminn er svo ótrúlega fljótur að líða að hálfa væri hellingur! Ég er búin að hafa það rosalega gott síðan ég kom hingað, ég byrjaði að vinna á mánudaginn og það gekk svona upp og ofan útaf því að við krakkarnir vorum enn bara að kynnast og erum enn, en við erum orðin fínir vinir núna :) 

Ég er búin að upplifa margt nýtt og skemmtilegt og búin að kynnast fullt af nýju yndislegu fólki, host fjölskyldan mín er náttúrulega bara frábær í alla staði og ég held að það sé vegna þess hversu yndislegir foreldrarnir eru að ég sé ekki með eins mikla heimþrá og ég helt að ég myndi fá, ég er svo ótrúlega velkomin hérna og mér er búið að líða eins og heima alveg frá því að ég kláraði að taka uppúr töskunum mínum og koma mer almennilega fyrir. 

Það sem mér finnst skemmtilegast er að skoða matvörurnar, það er ALLT til hérna!! Þú getur keypt frosnar samlokur fyrir krakkana í nesti, setur þær bara ofan í tösku og þegar það er nestistími þá er samlokan þyðin!! Pældu í þægindunum !! hehe..  þú getur fengið alls konar mat sem er annars tímafrekt að útbúa í örbylgjuformi!!

Síðan ég kom er ég búin að smakka ýmislegt nýtt, og ég er ekki að grínast... ef ég held svona áfram þá enda ég 300kg, ef ekki feitari í árslok!! Planið er nú samt að gefa þessu viku til tvær í viðbót til að prófa allan þennan framandi fitandi mat, síðan fer að hugsa til þess að borða eitthvað hollt... Held samt að það sé meira en að segja það hér í Bandaríkjunum, það er settur sykur á allt.. þú getur keypt niðurskorin epli í poka, já það er fínt, holl og gott.. en nei, það er karamellusósa í pokanum, þú átt að dýfa eplunum ofan í karamellusósuna svo að þetta verði alveg örugglega ekki OF hollt fyrir þig!! hehe Ameríkanar *éghristihausinn*!! En já ég er búin að smakka karamellupopp, FULLT af allskonar tegundum af ísum, þ.á.m, ís með súkkulaðibitum og kökudegi í.. Uppáhaldsísinn minn so far er Birthdaycake ís, hann er blár á litinn og bara delicius ! Svo fór ég á starbucks í fyrsta skipti :) seinasta laugardag buðu foreldrarnir mér með sér niður í miðbæ á meðan elsta stelpan passaði krakkana, við fórum inn í RISA stóra búð þar sem voru bara selt allskonar krydd, vissi ekki einu sinni að það væru til svona margar tegundir af kryddum!! Við röltum um miðbæinn á meðan þau sögðu mér frá hinu og þessu.. svo fórum við í vínsmökkun og það var osom :) Hef aldrei farið áður, mér var kennt hvernig maður á að smakka vín.. Ég smakkaði 8 tegundir af mismunandi vínum, ávaxtavín, heitt kryddað hvítvín og líka heitt kryddað rauðvín, svo venjuleg rauðvín og hvítvín :)

Nýjasta nýtt er samt að ég er orðin föðursystir og ég er að rifna úr monti! Hann er svo sætur litli hnoðrinn,mig langar mest í öllum heiminum að Sverrir pakki honum ofan í kassa og sendi mér hann í pósti svo að ég geti knúsað hann ;) Hann á að fá nafnið Daníel Freyr sem er bara kúl! Ég er búin að sjá nokkrar myndir af honum og ég get svo svarið það að hann bróðir minn getur ekki neitað fyrir þetta barn, því hann sver sig sko alveg í föðurættina sína !! En hann er þó skemmtilegur kokteill af foreldrum sínum ;) 

Næst á dagskrá er að smakka "peanutbutterjelly" samloku ;) Fara að versla barnaföt á litla Daníel Frey hnoðraling, og svo er það jafnvel Chicago um helgina eða á mánudaginn með nokkrum Au-Pair gellum :)

Héðan í frá ætla að reyna að blogga á minnst vikufresti, s.s. í seinasta lagi á föstudögum !! Bara fyrir fólkið mitt heima sem vill fylgjast með mér ;) 

Knús á línuna :*:*

xoxo


Komin a leidarenda

Tha er eg loksins komin a leidarenda, thetta lytur bara allt vel ut en eg er samt enntha ogedslega threytt eftir allt thetta ferdalag..

Thegar eg var a flugvellinum heima a Islandi tha hitti eg strak sem var lika ad fara sem au pair thannig ad eg var ekki ein ad ferdast, vid vorum komin a hotelid um kvoldid a manudaginn, vid fengum okkur ad borda og eg for svo ad hitta herbergisfelagana mina, tvaer stelpur.. onnur fra frakklandi og hin fra thyskalandi og thaer verda a sama svaedi og eg :) Eg for svo bara ad sofa og vaknadi klukkan 6 daginn eftir.. lika daginn eftir thad og var a namskeidi til 5 bada dagana.. 

Eg for tvisar a manhattan og eigum vid eitthva ad raeda thad ??? Eg vard astfangin!! Eg for ad kvoldi til i baedi skiptin og oll ljosaskitin og thad lysti upp time square thannig ad thad var eins og thad vaeri dagur !! I seinna skiptid for eg med 4 odrum aupairum ad borda a Planet Hollywood og thar sa eg fullt af buningum ur biomyndum og thar a medal Twilight !! :) Bara geeeedveikt :):):):)

Thad er samt margt sem er ad koma mer a ovart herna, t.d. hvada syn eg hafdi a "utlendingum" og thegar eg tala um "utlendinga" tha er eg ad meina folk sem talar tunglumal sem eg skil ekki, thannig ad i thessu tilfelli tha eru Amerikanar sem tala ensku ekki utlendingar... Aej, eg vidurkenni alveg ad thetta var ekkert nema vanvitund af minni halfu thvi ad ALLT folkid sem eg kynntist thessa thrja daga sem eg var i new jersey er bara aedislega og ekkert odruvisi heldur en eg og thu :) Eins og thad var sagt a thessu namskeidi ad tha var eeeengin af okkur normal, thvi ef eg vaeri thessi normal manneskja, tha vaeri eg ekki thar sem eg er nuna ! Heldur bara heima a Islandi i gomlu rutinunni minni :) Eg er svo thakklat fyrir ad vera loksins komin og i alvorunni fyrir ad hafa fengid taekiferi til ad takast a vid thad sem tharf ad takast a vid a komandi ari !

 

Vildi bara lata vita af mer, eg er OK :) 

Blogga von bradar aftur... LOVE YOU ALL !


24 dagar !

Úfff, þetta styttist... því nær sem dregur því raunverulegra verður þetta og því stressaðri verð ég, í gær sá ég að það er búið að bóka fyrir mig öll flug... þá fyrst kom þessi hnútur í magan!! Það er að koma að þessu !!  En annars þá er allt komið nema þetta verkefni sem ég á að gera, er nú komin aðeins af stað með það, byrjuð að safna mér fullt af upplýsingum sem gerir mér auðveldara fyrir þegar ég fer svo að setja verkefnið saman Smile Ég ætla að gera þetta verkefni súper flott, er að spá í að scrappa fyrstu síðurnar, sem eiga að vera um börnin, það á að vera ein síða fyrir hvert barn.. mynd af því og upplýsingar.. held að það verði svoltið töff að scrappa það.. Sé svo til með rest, þar sem það á að vera um sögur og söngva, og activities þá er svoltið erfitt að scrappa það.. en það kemur bara í ljós... Er eimitt að fara á Akureyri á morgun, ætla að tjékka þar hvort ég finni eitthvað scrap dót..

Ég er búin að hafa samband við stelpur sem eru að fara út á sama tíma og ég og verða á svipuðu svæði.. Ein er frá þýskalandi, ein frá suður afríku, ein frá brasilíu og ég held að hin sé líka frá brasilíu, man það samt ekki.. Það er bara ein búin að svara mér, þessi frá þýskalandi... væri geðveikt næs að vera búin að spjalla eitthvað við þær svo að maður verði ekki algjörlega ein í NY í þessa þrjá daga og svo líka fínt að ferðast með einhverjum frá NY – Chicago Cool

Bjarney litli ljúflingurinn minn ætlar að koma til mín um áramótin, er farin að telja niður dagana! Hún kemur 28. Grin Vildi óska þess að ég gæti fengið Sonjuna mína líka til mín en hún verður með fjölskyldunni sinni...  Ég flýg út klukkan fimm mínútur yfir fimm, mánudaginn 11. Janúar.. hehe, er að spá í að fara suður á föstudeginum eða laugardeginum og taka eitt „going away“ djamm Halo

Þangað til næst... Verið hress Wink


26 dagar..

Jæja þá er allt að smella, ég var að koma heim á Sigló eftir 6 daga í borginni, fór í viðtal í bandaríska sendiráðinu og fékk VISA :) víííjj... Þannig að þetta er allt að smella, fer út eftir 26 daga, er núna bara að vinna í verkefninu mínu, það er s.s. verkefni sem ég þarf að vinna um fjölskylduna mína úti, hvernig ég ætla að eyða tímanum með börnunum og svoleiðis... á að eyða minnst 8 klst í það, æjj ég var farin að stressa mig eitthvað fyrir þetta verkefni en ég held að þetta verði ekkert mál þegar ég er komin á smá skrið..

Ég er bara nýkomin heim og ég er strax farin að sakna Emilíu músarinnar minnar og mömmunnar.. hvernig verð ég þegar ég er komin út ?!? Thank god for skype&Facebook ! Ég hugga mig við það að Bjarney kemur til mín eftir 12 daga, og svo hitti ég Emmu fljótlega á nýju ári, ætla að knúsa hana í döðlur áður en ég fer út !! Kannski að ég stel henni bara og set hana í eina af töskunum mínum og tek hana með mér:) múhahaha :)

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband