Bloggleysi.is

Ég hef verið ferlega löt við að blogga undanfarið. Páskarnir eru komnir og farnir, ég fékk fullt af Íslensku dóti sent, tvö páskaegg, nokkur lítil, tópas, lakkrís, harðfisk og piparost :)

Páskarnir voru pínu erfiðir, það var nefnilega svo margt um að vera um páskana heima, allir fara norður um páskana og fara á skíði eða bretti og svo var Hilmar Snær að fermast og Daníel Freyr að skírast. Hefði sko ekkert haft á móti því að vera viðstödd þess tvo viðburði og skellt mér svo á Palla ball í leiðinni.. það hefði sko ekki verið leiðinlegt. 

Ég fór á uppistand í gær með áströlskum uppistandara, hann var sjúklega fyndinn.. hann heitir Jim Jeffries, og það er ekki hægt að segja brandarana hans fyrir fram börn yngri en 18 ára. :) 

 

 Shawn er 50 ára í dag og í tilefni af því borðuðum við sjúklega góða nautasteik, bestu nautasteik sem ég hef smakkað! 

Annars gegnur allt sinn vanagang, ég reyndar er búin að fara til læknis, er með einhverja veiru sýkingu.. er öll í svona exem blettum !! frekar gross en ég vona að þetta gangi sem fyrst yfir, gæti samt tekið upp í 6 mánuði! Sem ég vona samt svo sannarlega ekki!

 Hmm ég er rosalega blogg löt þessa dagana en ég lofa að ég kem með þrusu blogg fljótlega :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já um að gera blogga, alltaf gaman að sja hvað er að ske hjá þér sæta :) miss you

Fanný (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband