Illinois, Indiana, Michigan og fleira

Þann 25 apríl lögðum við þrjár stöllur í smá road trip í ógeðslegu veðri og keyrðum í 3 ríki á einum degi. Við lögðum af stað klukkan 10 héðan frá húsinu mínu, vorum í 2 og hálfan tíma á áfangastað, en það sem við gerðum okkur ekki grein fyrir var að klukkan þar er einum klukkutíma á undan okkur í Illinois, sem þýðir að við misstum einn heilann klukkutíma ! Þetta var bær sem heitir Elkhurst og hann er þekktur fyrir Amish menningu sem var eimitt ástæðan fyrir því að við vorum þarna! Við byrjuðum á því að fara á túrista miðstöð sem var btw lokuð en sem betur fer voru bæklingar fyrir utan, þannig að við ákváðum að fara og fá okkur að borða og ákveða hvað við ætluðum að gera og skoða á meðan við borðuðum, við borðuðum á Applebees, það var ágætt.. Ekki svo viss um að ég fari þangað aftur... Anyways, við ákváðum að byrja á því að kíkja á Amerískt listasafn þarna í Elkhurst og fara svo í bæ sem heitir Shipshewana og fara í horse buggy tour, þaðan ætluðum við síðan að keyra til Middlebury og borða kvöldmat á Amish veitingastað. 

illinois_indiana_michigan_009.jpgillinois_indiana_michigan_017.jpg

 

 Á safninu var yndislegt fólk að vinna og það var ekkert smá áhugasamt um hvaðan við værum og þau voru hissa að við værum þarna á safninu virkilega að skoða, ekki eitthvað skólaverkefni. hehe .. Allavena við fórum að segja þeim hvað við ætluðum að fara að gera næst, þá sögðu þau okkur að allt í sambandi við Amish væri lokað á Sunnudögum, því að þannig er bara Amish fólk, vinnur aldrei á sunnudögum.. Okey, þarna vorum við alveg blank, þau sögðu okkur frá tveimur stöðum sem gætu verið opnir, annar í bæ sem heitir Wakarusa þar sem maður getur keypt huges jellybeans, en það var búið að loka þegar við komum þangað og svo var það Amish Acre, Nappanee, Væntanlega ekki Amish fólk að vinna, meira svona túristastaður. þegar við komum þangað var allt lokað nema lítil búð, þar sem þú gast keypt fullt af Amish dóti, sultum, kökum, brauði og bara name it ! Ég keytpi póstkort og kanilköku einhverja sem var btw heavy góð !

illinois_indiana_michigan_022.jpgillinois_indiana_michigan_020.jpg

 illinois_indiana_michigan_089.jpgillinois_indiana_michigan_090.jpg

 

 Okay, þar sem að við vorum núþegar lagðar af stað í roadtrip, ekkert Amish dót opið ákváðum við bara að gera gott úr hlutunum og  keyra upp til Michigan, fundum bæ þar sem heitir New Buffalo.. Þar fundum við strönd við Lake Michigan, þar á bílastæðinu lögðum við bílnum við hliðina á bíl sem við héldum að væri tómur en nei, það var fólk að rí** í bílnum !! hahahaha.. þegar við föttuðum það drifum við okkur í burtu frá bílnum og á ströndina.. Við vorum eitthvað að fílfast þarna á ströndinni í skítakulda, rigningu og viðbjóð.. haha ... og ég týndi lyklunum af bílnum !! En við fundum þá aftur.. Marcela ákvað að fækka fötum og fara úr regnjakkanum sínum og skipta um skó og fara í flipflops, því að þannig á maður að vera á ströndinni.. haha greinilega frá Brasilíu þessi stelpa :) Eftir þetta ákváðum við að keyra aftur til Indiana og skoða einhvern garð en þegar við komum þangað var hann auðvitað lokaður eins og hvað annað á sunnudegi þannig að við keyrðum bara heim.. fórum í bíó og sáum The Backup Plan.. mjög góð mynd..

illinois_indiana_michigan_101.jpg4-25-2010_110.jpg

4-25-2010_169.jpgillinois_indiana_michigan_120.jpg

 

Næstu helgi er ferðinni svo heitið til St. Louis, það tekur c.a. 5 tíma að keyra þangað þannig að við erum búnar að bóka hótel. Á föstudeginum ætlum við að leggja af stað klukkan hálf 6 (í seinasta lagi). Þannig að við erum þar klukkan hálf 11 um kvöldið þannig að við förum bara snemma að sofa því á laugardeginum ætlum við að fara í Historic old Courthouse, Museum of Transportation, The Griot Museum of Black History and Culture, Laclede's Landing wax museum ooog svo ætlum við að enda kvöldið á Dinner Cruise í Missisippi ánni! Á sunnudeginum ætlum við að fara upp í Gateway Arch og skoða pýramída í Cahoika Mounds og svo keyra til Hannibal, MO og skoða Marc Twain Boyhood Home and Museum og keyra svo þaðan og heim.. Hljómar þetta ekki AWESOME ?? Kem með blogg og myndir af þessarri ferð í næstu viku :)

Um helgina fór ég í alvöru Amerískt Partý þar sem það var spilað beer pong, sem ég btw vann þrisvar í röð með smá hjálp reyndar (og þeir segia svindi,pfff..) héðan í frá verður ekki spilað neitt annað þar sem ég er í partýi ;) 

party_at_esther_s_friend_009_987624.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elskan alltaf gaman að fá fréttir hefði alveg viljað vera með tér í tessu ferðalagi. Við höfum tað fínt afi gamli og litlu strákarnir eru enn á grásleppunni en vertíðin er búin 10 maí og tá byrjar strandveiði og tá fer ég á sjó. Jæja elskan ég veit að tú ert að standa tig vel bið að heylsa fjölskyldunni.

Amma Ragnheiður (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 08:28

2 identicon

Gaman að sjá og lesa hvað það er gaman hjá þér

Fanný (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 12:07

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Frábært hvað þú ert nú menningarleg elsku Sirrý mín, það hefðu nú einhverjir látið sé nægja að fara á McDonalds og bíó.

Við erum bara spræk í Ritó. Ásdís búin í prófum og er að fara að vinna á leikskólanum í næstu viku. Stulli að byrja í prófum og fer í vinabæjarskipti til Svíþóðar í lok maí, frekar spenntur. Við hin erum bara á kafi í skóla, vinnu og svo náttúrulega kosningunum.... þú verður nú að muna eftir því að kjósa þó þú sért í Ameríkunni .

Knús frá okkur öllum.

Herdís Sigurjónsdóttir, 9.5.2010 kl. 11:03

4 Smámynd: Sirrý Káradóttir

Gott að heyra að Ritó-familían mín hafi það gott:) Hvað verður Sturla lengi í Svíþjóð? Er Sædís ekki bara spræk ? 

Hvar og hvernig fer ég að því að kjósa hérna í Ameríkunni ?

Sirrý Káradóttir, 11.5.2010 kl. 03:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband