daily

Hef ákveðið að koma með eitt svona hversdagsblogg, ég nefnilega áttaði mig á því eftir að Bjarney vinkona byrjaði að blogga að ég þarf ekki endilega að blogga um einhverjar ferðir sem ég fer í eða eitthvað þess háttar, ég get þess vegna bloggað um hvernig dagurinn minn var því að þið eruð jú ekki hérna og ég heyri ekki í öllum ykkur reglulega, mér finnst rosalega gott að lesa bloggin hennar Bjarneyjar því að mér finnst ég fá að fylgjast meira með þannig.

 Anyways, skólinn er byrjaður aftur hjá krökkunum... sem beeeeetur fer! Vinnuskipulagið mitt breyttist og núna vinn ég frá 10 á morgnana til svona 6-7 á kvöldin, og ég elda alltaf kvöldmat. Þannig að núna er ég bara heima með litla stubbinn. Á milli 1-3 sefur hann þannig að ég hef þar smá tíma fyrir mig ;) Klukkan hálf 4 þarf ég svo að ná í krakkana, og þau eru yfirleitt yfir sig þreytt greyin - mikið um grátur og öskur á þessu heimili eftir klukkan 4!

Núna þarf að ég fara að ákveða mig í sambandi við skólann hérna úti, ég er búin að vera að leita af make-up tímum sem ég get fengið einingar fyrir en ég finn ekkert.. ég þarf að skoða þetta betur :) 

 Hitinn hérna er að gera útaf við mig, þetta er það heitasta sumar í langan tíma sem hefur verið hér í Chicago, ég get ekki beðið eftir hausveðrinu, að geta verið í síðum buxum og peysum! Í morgun þegar ég vaknaði var rigning og 24 stiga hiti, ég var bara "aaauuj kúl, ég ætla sko út í þetta kalda veður" og ég og Donald fórum í smá göngutúr en það var samt of heitt ! Ég get ekki beðið eftir að fá svona 12-15 stiga hita !! Það yrði draumur!!! Minn Íslenski líkami er bara ekki byggður fyrir svona hita.. við erum sko að tala um 8 vikur, já ÁTTA vikur þar sem það fór ekki undir 30 gráður! En það er sem betur fer farið að kólna núna! 

Það er svo margt um að vera á næstunni, á laugardaginn er farwell partý fyrir eina stelpuna sem er að fara heim á sunnudaginn! Þessa helgina er labor day weekend sem er eins og verslsunnarmannahelgin, held samt að það sé ekki eins kreisý eins og á Íslandi! Svo í byrjun okt ætlum við Marcela svo að halda upp á afmælið okkar saman, hún verður 22 ára 30. sept og ég 23 ára 7 okt :) Tveimur vikum eftir afmælið mitt kemur Sævar Örn og Bryndís í heimsókn til mín, þau ætla að vera í 11 daga ;) Þau verða hér yfir Halloween :) Nokkrum vikum eftir að þau fara þá er Thanksgiving og svo eru bara nokkrar vikur í jól og áramót! :) Bara spenna framundan :) 

Anyways, ég ætla að fá mér eitthvað í gogginn áður en litli skæruliðinn minn vaknar :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vááá ekkert smá gaman að lesa bloggið þitt sæta mín ;D það er bara gaman að fylgjast með þér ;D

Ragna Dís (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 20:37

2 identicon

Víííj hvað er gaman að lesa bloggið þitt :) Væri gaman ef þú fyndir þér eitthvað skemmtilegt að læra :) ennn vááá hvað ég vorkenni þér... Ég er að deyja úr hita hérna á íslandi og bíð spennt eftir vetrinum.. við erum að tala um svona 15-20 gráður!! hahaha !!!Reyndar er hitabylgja á leiðinni um helgina og á að vera um 22 gráður :/ ojjj... Enn það verður spennandi að fylgjast með þínu daglega amstri :) þú ert ekkert smá heppin að fá að upplifa þetta allt! :) Njóttu þess í botn!! LOVE YOU!!!! :* G&G

Bjarney Vigdís (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 00:32

3 identicon

Gaman að lesa bloggið, heyri að tú ert ánægð og kemur reynsluni ríkari til baka.Hafðu tað gott elskan, kveðja frá afa gamla við höfum tað fínt.

Amma Ragnheiður (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband