Það að vera AuPair!

Undanfarið hefur mér fundist eins og ALLAR aupairarnar í kringum mig séu ekki nógu sáttar því að þeim finnst fjölskyldan þeirra krefjast of mikils af þeim, þ.e. ef að AuPair-in borðar kvöldmat með fjölskyldunni þá ætlast fjölskyldan til þess að hún hjálpi t.d. við að ganga frá eftir matinn, eða hjálpa krökkunum á skammta á diskinn sinn og þess háttar. Mér finnst eins og stelpurnar hérna hafi ekki gert sér grein fyrir því hvað Au-Pair er áður en þær ákváðu að gerast slíkar. Au-Pair er svo miklu meira en bara barnapía, eða "nanny". Það að vera Au-Pair þýðir ekki að þú flytjir til fjölskyldu og vinnir fyrir þau ákveðin tímafjölda, þú mætir ekki í vinnu klukkan eitthvað ákveðið og getur svo farið heim þegar þú ert búinn að vinna.

"An au pair placement is an arrangement where a young woman or man lives for up to two years[citation needed] in a foreign country as a member of a local family, helping in the home for a set number of hours a day, often with at least two full days off per week. In return, they receive an allowance, experience in another culture, and a private room.The Council of Europe recommends that au pairs be issued standard contracts with their family."

"An au pair is a foreign-national domestic assistant working for, and living as part of, a host family. Typically, au pairs take on a share of the family's responsibility for childcare as well as some housework, and receive a small monetary allowance for personal use."

Ef að þú ert að spá í að fara út sem AuPair þá ættiru að hafa í huga að þú ert ekki bara að vinna fyrir fjölskylduna sem þú býrð hjá heldur ertu hluti af fjölskyldunni! Þú hjálpar til við að elda matinn, ganga frá, mata krakkana jafnvel þó svo að þú hefur skilað þínum 45 tímum yfir vikuna.. það er að vera HLUTI af fjölskyldunni. Ef að þú hefur önnur plön og sérð ekki fram á að geta verið í mat þá læturu vita, bara eins og ef þú byggir með foreldrum þínum.. þú myndir hringja heim "hæ mamma, ég verð ekki í mat í kvöld".. Hversu erfitt er það ??? Það er allt í lagi að þú sert ekki heima til að hjálpa til einstaka sinnum því að þú ert jú búin að skila þínum tímafjölda og fjölskyldan ætti að skilja það. Ef að þig langar að fara út og prufa eitthvað nýtt, þér finnst gaman að vera í kringum krakka en ert samt ekki tilbúin í að vera hluti af annarri fjölskyldu. Þá er AuPair ekki rétta leiðin fyrir þig.. Prufaðu frekar sjálfaboðastörf með krökkum eða eitthvað þess háttar. En á hinn bóginn, ef þú ert tilbúin að deila þínum menningum og siðum og læra nýja menningu og siði, vera partur af Amerískri fjölskyldu, og eignast yndislega vini þá er AuPair í USA eitthva fyrir þig! Það sem skiptir MESTU máli er að vera opin og til í að fara nýja vegi í lífinu. Þegar ég ákvað að fara út sem AuPair gerði ég mér ekki grein fyrir þessu. Ég eeeelska það sem ég geri og ég gæti ekki verið sáttari með þessa ákvörðun mína. Ég er rosalega heppin með fjölskyldu og það vera hluti af þessari fjölskyldu eru bara forréttindi, það tók tíma að kynnast þeim almennilega og að verða alvöru partur af fjölskyldunni, en þegar í heildina er litið verður lífið svo auðveldara og bærilegra þegar allir vinna saman! "what's gonna work?? TEAMWORK!!"

Annars er allt gott að frétta héðan úr BNA. Seinasta helgi var Labor day weekend þannig að krakkarnir voru í fríi í skólanum í gær og í dag, sem var fínt. Við brölluðum ýmislegt.. fórum í nokkra hjólatúra og eyddum hátt í tveimur tímum á leikvellinum í dag. Í kringum kvöldmataleytið tók ég eftir að Donald var ekki alveg eins og hann á að sér að vera, hann er kominn með hita AFTUR og með augnsýkingu í báðum augum!!! Greyið mitt litla! Michelle og Katherine fóru í WallMart í kvöld eftir að krakkarnir voru sofnaðir, nema Donald vaknaði 5 mínútum eftir að þær fóru með svona líka öskri. Ég fór og sótti hann og hann var svooooo lasinn og þreyttur.. hann sofnaði í fanginu á mér en um leið og ég lagði hann útaf vaknaði hann aftur öskrandi! Ég held að hann hafi bara verið of stíflaður og með of mikinn þrýsting í höfðinu þegar hann lá niðri.. Þannig hann kúrði bara í fanginu á mér til að verða 11. Þá kom mamma hans heim með lyf handa honum og hann sofnaði fljótlega eftir það. Þetta er eimitt gott dæmi um að vera partur af fjölskyldu og að hjálpa til. Ég er með mína stundaskrá fyrir vikuna og ég vinn 45 tíma þessa viku, ég var ekki að vinna í kvöld og þótti bara sjálfsagt að hjálpa litla gullmolanum mínum. Pabbi hans var heima en þurfti að vinna.

Annars er nóg komið af bullinu í mér, ég ætla að fara að leggja mig :) Góða nótt ;*

43 dagar í Sævar Örn og Bryndísi !! Whooohooooo !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er mikið rétt hjá þér sæta mín :) Gaman að sjá hvað þér líður vel ástin mín!! :) Þú veist ekki hverstu ótrúlega mikið ég sakna þíN!!!!! enn það styttist alltaf í þig! :) Gaman að fylgjast með þér, serstaklega þar sem við höfum ekki náð að tala mikið saman undanfarið.... en bætum úr því fljótlega ;)

G&G :*

Bjarney (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband