Fyrsta bloggið..

Jæja..  Þar sem ég hef ekkert að gera nema láta mér leiðast ákvað ég að búa til smá blogg um Au-Pair ferlið mitt..

 Ég s.s. tók þá ákvörðun að fara út sem Au-Pair þann 9. september, þá fór ég í viðtal þar sem verkefnið var kynnt fyrir mér og hvað þetta væri í raun og veru, ég ákvað að skella mér á þetta þrátt fyrir mikla vinnu.. Ferlið var rosalegt, þurfti að skila inn fullt af pappírum, allskonar meðmælum og hreinu sakavottorði og fleiru, svo fór ég í tvö viðtöl í viðbót og persónuleikapróf..  Umsóknin var svo send út í enda september en týndist svo á leiðinni.. Hún fannst ekki fyrr en 17. okt.. þannig að ferlið tafðist í næstum því þrjár vikur :( Þegar hún loksins kom út tók tæplega viku að fara yfir umsóknina og þá gátu fjölskyldur byrjað að hafa samband við mig.. eða í kringum 22. okt.

Það eru 4 fjölskyldur enn sem komið er búnar að velja mig, ein frá boston, ein frá New York, ein frá Minnesota og ein frá New Jersey, fór samt bara í viðtal við þrjár af þeim. Engin hefur haft samband aftur.. - ég veit að tvær af þessum fjölskyldum eru komnar með Au-pair, önnur þeirra er fjölskyldan sem ég fór ekki í viðtal við..  þannig að ég er enn að bíða eftir seinna símtalinu frá hinum tveim. Seinast fór ég í viðtal við fjölskylduna í New Jersey, eða bara í gær.. Leist rooosalega vel á þau..  

En það er þannig að fjölskyldan hefur samband við mig, við tölum saman og meigum ekki ákveða neitt í fyrsta símtali.. Ef fjölskyldan tekur ákvörðun um að fá mig út þá verður hún að hringja aftur, en ekki fyrr en eftir 24 tíma. Gæti hringt strax eftir 24 tíma eeeeeða eftir viku.. maður veit ekki...

Ég blogga aftur um leið og eitthvað gerist.. :)  


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úúúúú.. Spennó

bíð spennt eftir fréttum! lovjú

Katrín (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 00:18

2 identicon

Ég vona að þú farir til Boston, ég er nefnilega að fara þangað í febrúar :)

Eyrún (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 10:49

3 identicon

Jæja Þetta er bara orðið spennandi Sirrý mín, en vonandi gengur þetta allt eftir hjá þér og þú finnur góða fjölskyldu sem fyrst ;)

Gangi þér allt í haginn skvís og ég bíð spennt eftir fréttum af þér ;)

Hildur Una (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 12:09

4 identicon

Vertu þolinmóð sæta mín.  Rétta fjölskyldan hringir í þig og verður heppin að fá þig. 

Knús og kossar úr Mosó :)

Bebbý

Bebbý (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 13:36

5 identicon

Eyrún: Það væri náttla bara draumur í dós ef ég færi til Boston.. En það eina sem ég ætla að vona er að ég verði farin út fyrir febrúar... úff..

Sirrý (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband