Allt grænt

Mér fer í alvörunni að verða íllt í augunum því að það er ALLT grænt hérna, þá er ég ekki að meina vegna þess að það er að koma sumar heldur útaf St. Patrick's day. Ég, Svenja og Marcela keyptum okkur grænar hárkollur til að vera með þegar við förum til Chicago á morgun að sjá þegar þeir lita ánna græna.. það verður AWESOME :)

 Þessi vika var heldur betur strembin. Michelle fór til St. Louis í þrjá daga og tók Katherine og Donald með sér. Þannig að ég var heima með tvo krakka.. Það var mikið að gera hjá pabbanum þannig að ég vann meira en vanalega.. alveg upp í 13 tíma á dag, s.s. frá því að þau vöknuðu og þangað til þau fóru að sofa. Þrátt fyrir hversu þreytt ég er eftir þessa törn þá var þetta rosalega gaman.. Maður er miklu frjálsari þegar maður er ekki með ungabarn og þarf að vera heima á hinum og þessum tíma þegar hann þarf að taka lúr eða eitthvað, við Jenny fórum á róló, á play-date, út að leika í rigningunni með regnhlífar að týna áðnamaðka, fórum út að hjóla og margt fleira. Það var samt rosa gott að fá þau hin heim aftur :) Donald tók vel á móti mér og ældi yfir mig alla í dag.. mjöööööög girnó !!  hehe

hmmm.,. um hvað gæti ég skrifað meira ?? Já ég keypti mér GPS í gær :S hef aaaaalls ekki efni á því en ég tel það bráðnauðsynlegt fyrir dvöl mína hérna, því ég rata ekki neitt og ætla ekki að lenda aftur í ævintýri eins og þarna um daginn þegar við fundum ekki partýið !! ;) 

Hey já, ég fór í dýragarð í fyrsta skipti, sá fullt af kúl dýrum.. þarf að fara aftur því að dýragarðurinn var svo stór að við höfðum ekki tíma til að skoða allt.. á eftir að sjá tígrisdýrin, ljónin, krókudílana og maaaargt fleira, þarf að skella inn myndum af því.. Svo sá ég líka alvörunni eldingar í fyrsta skipti í gær, ég var nú hálf smeik.. Þetta var alveg eins og í hryllingsmyndum ;) 

Annars er bara allt ljómandi að frétta héðan úr Naperville, það er aaaalveg að koma vor.. fyrst vordagurinn er 20 mars. Það er samt búið að hlýna rosalega og allur snjór farinn. Það var 18 stiga hiti hér á miðvikudaginn og ég var að stykkna !! Um helgina breytum við klukkunni og verðum þá 7 tímum á eftir Íslandi í staðin fyrir 6 !! Það sökkar bigtime !! 

Já og það voru margir sem ætla að senda mér pakka, ég vona bara að einhver standi við það ;)

Takk aftur fyrir öll kommentin.. Elska ykkur :* -ekki samt hætta að kommenta.. 

 OUT !

Sirry


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ skvísískvís, gaman að heyra að allt gangi vel og sé rosa gaman, samt ekkert skrítið að fá smá heimþrá:) Öfunda þig frekar mikið af þessum hita þarna hjá þér, ennþá skítakuldi á skeri, eins og vanalega:) Ég er farin að sakna þín svo, og líka ekkert smá ömurlegt að þú sért ekki í vinnunni, ég er eitthvað svo ein þarna, flestallar stelpurnar hættar bara... En ég er að hugsa um að senda þér einhvern pakka þegar ég á pening, ábyggilega rosalega gaman að fá einhvern glaðning:)

Heyri í þér skvísa og gangi þér allt í haginn:) Bæjó

Björg Birgis. (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 01:17

2 Smámynd: Sirrý Káradóttir

Takk Björg mín, og takk fyrir kommentið.. elska að sjá hverjir fylgjast með.

 Annars þá hafði ég rangt fyrir mér með klukkuna, henni verður breytt mér í vil, við verðum þá 5 tímum á eftir íslandi í staðin fyrir 6 sem hljómar miiiiiiiklu betur :) 

Sirrý Káradóttir, 13.3.2010 kl. 05:47

3 identicon

Hæ sæta

Gaman að heyra að þú ert að skemmta þér svona vel, hafðu það rosa gott þarna úti :)

knús, Bryndís

Bryndís Jónatansdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 08:19

4 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Allt er vænt sem vel er grænt, vona að þú skemmtir þér vel í Chicago

Speki dagsins hjá mér er "Lifðu í núinu og njóttu þess".

Knús frá fjölskyldunni þinni í Rituhöfðanum.

Herdís Sigurjónsdóttir, 13.3.2010 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband