úffedípúff!!

Jáá.. Dagurinn í dag er búinn að vera frekar erfiður, eða allavena erfiðari en allir þeir dagar sem ég hef verið hérna.. Ég held að það sé allt Sævari Erni að kenni og líka mömmu og pabba.. jáá.. ég er búin að vera með heimþrá!! hélt í alvörunni að ég myndi aldrei skrifa þetta, en júúbb.. allt kom fyrir ekki !! Þetta er samt ekkert versta tilfelli af heimþrá sem til er held ég.. ég er ekkert búin að vera rúmliggjandi, grenjandi í koddann sko... Heldur er ég stanslaust hugsandi heim til Siglufjarðar, í grafarholtið, í kópavoginn... og bara til íslands!! Þegar ég segi að þetta sé allt Sævari Erni að kenna er af því að hann er á Íslandi en ekki ég, haha.. Ég öfunda hann svoooo mikið að hafa fengið að sjá og knúsa Daníel Frey, og mömmu og pabba !! Og þegar ég segi að þetta sé allt mömmu og pabba að kenna þá er það útaf því að þau keyptu sér webcam og ég sá þau í fyrsta skipti í 7 vikur í gær !! Í minni heimþrá í dag skipti ég meira að segja út desktop myndinni, úr flottu fjólubláu myndunum sem breyttust á nokkra mínútna fresti (voða kúl) yfir í mynd af Sævari Erni, Sverrir og Daníel Frey !! 

Einhversstaðar las ég að þegar maður flytur frá heimalandinu sínu í nýtt land upplifir maður oft menningasjokk.. ég vildi nú ekki viðurkenna að ég væri að fara í gegnum slíkt.. en ég held það nú samt því að þar er eimitt sagt að maður kemur niður á jörðina aftur eftir c.a. 2 mánuði og það eimitt passar .... Ekki misskilja mig samt, ég er ekkert að koma heim skoh !! Ég er ennþá að elska þetta :) 

Á mánudaginn fyrir einni og hálfri viku síðan sendi ég pakka heim til Íslands, hann kom loksins í gær og mamma var rosa ánægð með afmælisgjöfina sína.. Hrafnhildur verður væntanlega ánægð með M&M-ið sitt og Sverrir, Hildur og Daníel verða örugglega rosa glöð með ÖLL fötin :) 

En já... var ég búin að skrifa um náttfatapartýið ?? nei ég held ekki.... það var awesome!! Til að byrja með var ég eina í náttfötum því að snemma um kvöldið vorum við að mixa frosna margaritu.. í svona blender.. oki til að útskýra aðeins; það er oft svona skúrf dæmi á svona blenderum, þannig að þegar maður setur könnuna ofan á unit-ið þá þarf maður að skrúfa aðeins svo að það sé hægt að kveikja.. æææ dú jú fatt mí ?? Ok anyways, við gerðum það... þegar við vorum búin að mixa þetta allt saman þá nær Roya í glösin og ég sneri létt upp á könnuna til að losa hana.... en neeeeeeeei þá þurfti það ekkert og við vorum búnar að skúrfa helvítis botninn úr könnunni með því að skrúfa alltaf !! þannig að 1 líter af frosni margarítu fór yfir mig alla !! - þetta var heldur ekkert partý.. þannig séð.. við vorum bara þrjár og hálf !! haha.. þegar ég segi hálf þá er það útaf því að það var stelpa sem kom, hún var ekki í náttfötum, hún drakk enga kokteila og gisti ekki !! En já.. þetta var bara gaman.. ! Lágum í hring á gólfinu í trúnó langt fram á rauða nótt !! Læt eina mynd fylgja ;) 

 

februar_2010_118.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hey, mig vantar einhvern sjálfboðaliða til að senda mér pakka... mig langar að fá pakka frá Íslandi.. maaaarga ;) Eitthvað Íslenskt.. :) Hey já.. svo þarf einhver að senda mer páskaegg ;) Takk dúllurnar mínar :* Heimilsfangið mitt er hérna vinstrameginn á síðunni :) Mér finnst líka gaman að frá bréf :)  híhíh

Og já.. ég gleymdi næstum því að segja ykkur hversu AWESOME þið eruð sem kommentuðuð!! mér finnst geggjað gaman að fá komment.. svo ég segi bara keep up the good work and keep on commenting !! 

Jæjha.. þangað til næst krúttbomburnar mínar.. veriði góð við hvert annað.. við erum bara 300 þúsund !! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sirrý Káradóttir

Okey, ég veit ekkert afhverju ég skrifaði alltaf "skúrf" í staðin fyrir "skrúf" :S

Sirrý Káradóttir, 5.3.2010 kl. 06:15

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Það er bara flottara og ég sá það ekki einu sinni ..

Að sakna sinna er það eðlilegasta í heimi elsku hjartans Sirrý mín og hefði ég nú haft pínu áhyggjur ef það hefði ekki "hitt þig í hausinn" fljótlega. En passaður þig bara á því að fara ekki að verja löngum tíma í það. Það er frábært að mamma og pabbi eru komin með vefmyndavél og ættu Sævar og Sverri að nota slíkt líka. Ertu komin á Skype? Ef svo er þá gætum við fjölskyldan í Ritó nú sagt þér nokkra brandara he he

En þetta náttfatapartý hefur verið alvöru

Knús kerlingin mín og ég er alveg viss um að þú fáir páskaegg

Herdís Sigurjónsdóttir, 5.3.2010 kl. 07:04

3 identicon

Ég skal senda þér ostapopp, tvo pakka. Íslenskan appollo lakkrís með marsípani inní en bara einn pakka svo að þú fáir ekki í magann. Svo íslenskt brennivín og tópasskot til að sýna útlensku vinkonum þínum hvað við drekkum viðbjóðslegt áfengi. Mér finnst hinsvegar tópasskot mjög gott. Eða kannski bara tópas... ég held að brennivín sé dýrt... Hvenær viltu fá þetta? ;)

Ástrós (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 09:21

4 identicon

Eflaust margir sem fá heimþrá.. :) en hún er pottþétt alveg þess virði, þegar maður hugsar svo tilbaka um allt sem maður fékk að upplifa í staðin... Ekki margir sem fá að eyða ári í usa! :D

Guðný (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 12:20

5 Smámynd: Sirrý Káradóttir

Herdís: já ég er búin að vera með skype alveg síðan ég kom hingað, notendanafnið mitt er sigurlina.karadottir.. Væri gaman að heyra nokkra brandara frá ykkur :) 

 Ástrós: lýst geðveikt vel á þennan pakka.. helst bara sem fyrst ;) 

Guðný: Já nákvæmlega.. þetta er svo þess virði :) 

Sirrý Káradóttir, 5.3.2010 kl. 15:32

6 identicon

tíhí... ég ætla að senda eitthvða bjánalegt!

ertu ekki bæði aðdáandi bjánalegra kommenta og bjánalegra pakka?

Katrín (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 16:20

7 Smámynd: Sirrý Káradóttir

Júbb Katrín.. elska allt bjánalegt :)

Sirrý Káradóttir, 5.3.2010 kl. 19:24

8 identicon

komment... ;)

Les alltaf bloggið og ég skal senda þér pakka elsku blóm

Hvað viltu fá ??

Auður (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 19:18

9 Smámynd: Sirrý Káradóttir

Takk Auður mín,..

 Bara eitthvað íslenskt, langar í íslenskan pakka:) 

Sirrý Káradóttir, 7.3.2010 kl. 19:38

10 identicon

Herrðu ég fer bara í þetta í vikunni vinan

Ástrós (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 03:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband