Sorry, sorry sorry !!

Ég veit að ég er ekki að standa mig í blogginu..

Enda svosem kannski ástæða fyrir því, hef þannig séð ekkert að skrifa um.. allt er ennþá bara í þvílíkum blóma og ég er alltaf að kynnast nýju og nýju fólki :)

Roya vinkona mín kom til mín seinasta föstudag, og gisti hjá mér í eina nótt, við fórum niður í downtown Naperville ásamt Svenju og fengum okkur Chicago-style pizzu, við þurfum ekkert að ræða það hversu góð hún var.. Er búin að hugsa um þessa pizzu á hverjum degi síðan þá :S Chicago-style pizza er sko geðveikt þykk með álegginu og ostinu undir sósunni.. þannig að sósan er efst.. hljómar undarlega en er samt geðveikt gott.. Svo dönsuðum við smá og fórum bara heim :) 

Seinasta laugardag fór ég svo á þorrablót í Chicago, sem var haldið á vegum íslendingafélagsins í Chicago.. það var bara gaman. Michelle kom með mér, henni fannst gaman að smakka allan þennan mat en mælir samt ekki með honum, henni fannst harðfiskurinn og rófustappan best. En henni fannst allir Íslendingarnir rosa skemmtilegir og hressir :) 

Á morgun er ég að fara í pajama-partý til Royu, hún býr í svona klst í burtu.. Ætlum að kaupa allskonar bús og mixa kokteila fram á rauða nótt, í náttfötunum einum fata.. hahahaha :) 

 Sorry hvað þetta blogg er stutt.. kem með rosa langt og ferskt blogg í næstu viku :) 

P.s. það er rosalega mikið af fólki að skamma mig fyrir bloggleysi...það kom mér á óvart hversu margir skoða!! nú fer ég fram á að ALLIR kvitti, sama hvort ég þekki viðkomandi eða ekki...  annars blogga ég ekki ;)

Læt fylgja smá myndir finnst að þetta er svona stutt blogg: 

Ég og Svenja í djammferðinni miklu !!Valentínusardinnerinn Þorrablótborðið okkar á þorrablótinu

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þekki þig nú ekki, en er að fara sem Au-pair sjálf, og finnst rosalega gaman að lesa þetta :D

Guðný (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 14:20

2 Smámynd: Sirrý Káradóttir

Takk fyrir commentið ;) Hvert ertu að fara ?

Sirrý Káradóttir, 27.2.2010 kl. 16:07

3 identicon

Gaman að sjá hvað er skemmtilegt hja þer..:) have fun

Hafdís (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 17:37

4 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Takk fyrir bloggið mín kæra, greinilega gaman hjá þér. Mundu bara að njóta hvers dags eins og hann sé þinn síðasti :D

Knús frá Ella og krökkunum, Herdís

Herdís Sigurjónsdóttir, 28.2.2010 kl. 08:44

5 identicon

Ég fyrirgef þér aldrei að hafa ekki skrifað svona lengi ;) hahahahaha :) Gott að vita að það sé gaman úti :) ég fæ þessar fréttir alltaf beint í æð.. Nananananabúbú ;)

Bjarney Vigdís (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 18:38

6 identicon

kvitt kvitt..

mig langar í náttfataparty með fullt fullt af kokteilum!!

Hanna (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 01:30

7 identicon

Heyrðu það er bara ekki komið alveg á hreint hvert ég er að fara, en ég fer einhver tíman í julí líklegast, þegar skólinn er búinn..heh :)

Guðný (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 12:52

8 identicon

sorry :) ég ef alltaf lesið hjá þér, gaman að fá að fylgjast með þér :) hlakka til að lesa meira í næstu viku...! :D

Þórunn káradóttir (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband