búútjjiss !

Það eru þessir sjálfsögðu hlutir sem ég sakna mest, eins og það að tala Íslensku ! Í öllu ferlinu þegar ég var að búa mig undir að búa í Bandaríkjunnum þá gleymdi ég alveg þessu sjálfsagða. Ég var rosalega vel undirbúinn, ég var búinn að fara yfir þetta þúsund sunnum í hausnum á mér; erfiðast verður að geta ekki tekið upp símann og hringt þegar mig langar til þess, það verður erfitt að geta ekki sest upp í bíl og keyrt til vina sinna þegar mig langar, það verður erfitt að vera í burtu í allan þennan tíma og missa af öllu sem vinir og ættingar ganga í gegnum á þessu ári og sömuleiðis fyrir þau að missa af öllu sem ég fæ að upplifa á þessu ári sem ég verð hér. En það sem ég steingleymdi var að hugsa til þess hversu erfitt það yrði að tala lital sem enga íslensku allan tímann, og þó ég hafi alveg vitað að það væri töluð enska hérna þá gerði ég mér ekki grein fyrir hversu erfitt er að tala á ensku en hugsa á íslensku og þurfa að þýða hverju einustu setningu í huganum áður en ég læt hana útúr mér. Eins er það með matinn, matur er jú bara matur og það er viss matur heima á Íslandi sem mér þykir góður, ég hugsaði ekki til þess að ég gæti hugsanlega ekki fengið eins hérna, t.d. þú getur fengið samloku m/ skinku og osti hérna en hún verður aldrei eins og samloka m/ skinku og osti heima á íslandi. Þú getur líka fengið pylsur hérna, en neiii ekki SS pylsur! - En þetta er líka kannski bara ein ástæðan fyrir því að mig langaði að fara út sem Au Pair, til að læra nýja hluti og aðlagast nýjum siðum, menningum og læra tungumálið enn betur !! Það verður ekki langt þangað til ég tali ensku reiprennandi, hugsi hana stöðugt og jafnvel fari að dreyma hana... ohhh það verður ljúft !!

Ok, nóg af þessum djúpu pælingum..

 Ég er rétt kominn heim úr rosalegri ævintýraferð!! Við Svenja nágranna vinkonan mín ákváðum að joina fleiri Au Pair stelpur í smá djamm.. Svenja kom til mín um 6 leytið og ég var þá að lita á mér hárið, ég kláraði það, gerði mig til og svo fórum við heim til Svenju og ég málaði hana og greiddi, við vorum svaaaaaka fínar. Við ætluðum að hitta hinar stelpurnar heima hjá einni stelpunni klukkan 9:45, við ákváðum að leggja af stað klukkan 9 til að vera alveg pottþétt á réttum tíma. Á leiðinni þá ákváðum við að "stytta" okkur leið.. ég ákvað svo að við skyldum stoppa í einni búð þarna og kaupa smá áfengi.. Sem og við gerðum, nema það að afgreiðslufólkið vildi ekki taka Íslenskt ökuskirteini sem gilt skilríki þannig að ég gat ekki keypt áfengi, og Svenja er ekki komin með aldur þannig að við ákváðum að snúa við, fara heim og ná í vegabréfið mitt og prenta út leiðina heim til þessarar stelpu, þar sem við vorum hvort sem er villtar ;) hehehe.. Við fórum heim til mín og prentuðum út kortið. LOKSINS komumst við heim til stelpunnar en neeei, þær voru allar farnar á þennan skemmtistað sem við ætluðum að fara á því að það var frítt inn til 11.. Þær svörðuðu ekki símunum, við vorum ekki með kort eða neitt, vissum EKKERT hvar við vorum, eina sem við vissum var heimilisfangið á þessum skemmtistað en hvernig við áttum að komast þangað vissum við ekki.. Við keyrðum og keyrðum og keyrðum.... við fundum ekki skemmtistaðinn, þannig að við ákváðum bara að fara heim, þegar við vorum búnar að snúa við, búnar að sætta okkur við þá staðreynd að við værum ekki að fara að djamma, þá hringdu stelpurnar.. og sögðu okkur leiðina... við vorum allan tímann á réttri leið og ef við hefðum haldið áfram í 1 mín þá hefðum við komið að skemmtistaðnum, en við héldum okkur við ákvörðunina, finnst að við vorum búnar að snúa við...  fórum bara á burger king og hlógum af vitleysunni í okkur !! 

Annars er ég bara komin í helgafrí og er alveg að fíla það.. ætla að sofa út á morgun og skella mér svo í ræktina ;) 

Set inn myndir á þetta blogg á morgun af roadtrippinu þegar ég vakna ;) 

 

Góða nótt hunangsflugurnar mínar;*


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf gaman að lesa um ævintýrin þín skvísa, meiri djammferðin hjá ykkur, vonandi gengur það betur næst :)

Björg Birgis. (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 20:30

2 identicon

Vaaaa... stor plus fyrir ad nenna ad skrifa thetta allt!  Eg er alveg sammala med matinn, erfid tilhugsun ad geta ekki rolt ut i sjoppu og fengid ser pulsutilbod:P

Oddur (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 19:43

3 identicon

Jæja.. hva segiru um annað blogg :D átti ekki að vera eitt um hverja helgi :D

leynilegur aðdáandi sem er að fara soon til usa sem au-pair og finnst gaman að lesa (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 13:20

4 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Gaman að lesa bloggin þín kæra Sirrý og þetta með enskudrauminn... það gerist eftir svona ár svo þú skalt bara halda áfram að dreyma á íslensku :D

knús frá Sigló, Herdís

e.s. ég fékk engin blóm á konudaginn og ekkert saltkjöt og baunir

Herdís Sigurjónsdóttir, 22.2.2010 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband