Haust í útlandinu!

Fyrsti dagur haustsins er í dag og einkennist það af miklum seiflum í veðri, t.d. þessa vikuna fer hitinn úr 31 gráðu niður í 19 gráður á 4 dögum, svo tveimur dögum seinna gæti verið 30 stiga hiti aftur.. bara weird.. En ég höndla þetta þó betur heldur en 30+ stiga hita á hverjum EINASTA degi eins og það var hérna í 8 vikur í RÖÐ í sumar!! Bara dauði! 

Ég fékk góðar fréttir í fyrradag! ÉG GET VERIÐ ÁFRAM HJÁ SÖMU FJÖLSKYLDUNNI!! Eða það eru allvena MJÖG miklar líkur á því. Ég er ekki búin að ákveða hvort að ég ætli að koma heim 2011 eða 2012. Ætla bara að sjá til hvernig veturinn verður og svona :) 

Ég á afmæli eftir nákvæmlega tvær vikur í dag og ég er búin að bjóða í afmælispartý Laugardaginn 2 okt. Ef þú átt leið hjá Naperville þá, þá er þér velkomið að kíkja við ;) hehe.. Við Marcela ætlum að halda upp á það saman þar sem að hún verður 22ja viku á undan mér :) 

Annars gengur allt sinn vanagang.. Donald verður skemmtilegri og skemmtilegri með hverjum deginum, hann er farinn að tala heilan helling og alveg helminginn af því á Íslensku ;) hann t.d. segir alltaf "ah bú" þegar hann er búinn að borða og mamma hans og pabbi eru farin að segja við hann "ahbú?" þegar þau eru að spurja hvort að hann sé búinn.. hehehe... Jenny er rosalega áhugasöm um Ísland og finnst ekkert leiðinlegt að horfa á Íslensk video á youtube.. hún ætlar sko að flytja þangað bráðum :) Uppáhaldslagið hennar er prumpulagið, ég þýddi lagið fyrir hana og henni finnst sko geðveikt fyndið að túristar fara allaleið til Íslands bara til að heyra alvöru prump og það er eimitt ein ástæðan fyrir því að henni langar að koma til Íslands ;) Hún er bara æðisleg.. við töldum uppá 100 í gær á Íslensku, hún er rosa klár :) 

Núna eru bara 28 dagar þangað til að ég fæ heimsókn frá Íslandi og ég get ekki BEÐIÐ !!! Ég bað mömmu um að senda mér bollasúpur og royal búðing og svona, get ekki beðið eftir að fá það í póstinum... -varstu nokkuð búin að gleyma því mamma ??? 

Jæja.. ég ætla að fara og sækja póstinn í póstkassan og ath hvort að litli snúðurinn minn vilji ekki fara að vakna svo að við getum farið og sótt systkyni hans í skólann :) - við ætlum svo að búa til pizzu í kvöldmatinn.

Kveðjur frá Naperville. 

Það að vera AuPair!

Undanfarið hefur mér fundist eins og ALLAR aupairarnar í kringum mig séu ekki nógu sáttar því að þeim finnst fjölskyldan þeirra krefjast of mikils af þeim, þ.e. ef að AuPair-in borðar kvöldmat með fjölskyldunni þá ætlast fjölskyldan til þess að hún hjálpi t.d. við að ganga frá eftir matinn, eða hjálpa krökkunum á skammta á diskinn sinn og þess háttar. Mér finnst eins og stelpurnar hérna hafi ekki gert sér grein fyrir því hvað Au-Pair er áður en þær ákváðu að gerast slíkar. Au-Pair er svo miklu meira en bara barnapía, eða "nanny". Það að vera Au-Pair þýðir ekki að þú flytjir til fjölskyldu og vinnir fyrir þau ákveðin tímafjölda, þú mætir ekki í vinnu klukkan eitthvað ákveðið og getur svo farið heim þegar þú ert búinn að vinna.

"An au pair placement is an arrangement where a young woman or man lives for up to two years[citation needed] in a foreign country as a member of a local family, helping in the home for a set number of hours a day, often with at least two full days off per week. In return, they receive an allowance, experience in another culture, and a private room.The Council of Europe recommends that au pairs be issued standard contracts with their family."

"An au pair is a foreign-national domestic assistant working for, and living as part of, a host family. Typically, au pairs take on a share of the family's responsibility for childcare as well as some housework, and receive a small monetary allowance for personal use."

Ef að þú ert að spá í að fara út sem AuPair þá ættiru að hafa í huga að þú ert ekki bara að vinna fyrir fjölskylduna sem þú býrð hjá heldur ertu hluti af fjölskyldunni! Þú hjálpar til við að elda matinn, ganga frá, mata krakkana jafnvel þó svo að þú hefur skilað þínum 45 tímum yfir vikuna.. það er að vera HLUTI af fjölskyldunni. Ef að þú hefur önnur plön og sérð ekki fram á að geta verið í mat þá læturu vita, bara eins og ef þú byggir með foreldrum þínum.. þú myndir hringja heim "hæ mamma, ég verð ekki í mat í kvöld".. Hversu erfitt er það ??? Það er allt í lagi að þú sert ekki heima til að hjálpa til einstaka sinnum því að þú ert jú búin að skila þínum tímafjölda og fjölskyldan ætti að skilja það. Ef að þig langar að fara út og prufa eitthvað nýtt, þér finnst gaman að vera í kringum krakka en ert samt ekki tilbúin í að vera hluti af annarri fjölskyldu. Þá er AuPair ekki rétta leiðin fyrir þig.. Prufaðu frekar sjálfaboðastörf með krökkum eða eitthvað þess háttar. En á hinn bóginn, ef þú ert tilbúin að deila þínum menningum og siðum og læra nýja menningu og siði, vera partur af Amerískri fjölskyldu, og eignast yndislega vini þá er AuPair í USA eitthva fyrir þig! Það sem skiptir MESTU máli er að vera opin og til í að fara nýja vegi í lífinu. Þegar ég ákvað að fara út sem AuPair gerði ég mér ekki grein fyrir þessu. Ég eeeelska það sem ég geri og ég gæti ekki verið sáttari með þessa ákvörðun mína. Ég er rosalega heppin með fjölskyldu og það vera hluti af þessari fjölskyldu eru bara forréttindi, það tók tíma að kynnast þeim almennilega og að verða alvöru partur af fjölskyldunni, en þegar í heildina er litið verður lífið svo auðveldara og bærilegra þegar allir vinna saman! "what's gonna work?? TEAMWORK!!"

Annars er allt gott að frétta héðan úr BNA. Seinasta helgi var Labor day weekend þannig að krakkarnir voru í fríi í skólanum í gær og í dag, sem var fínt. Við brölluðum ýmislegt.. fórum í nokkra hjólatúra og eyddum hátt í tveimur tímum á leikvellinum í dag. Í kringum kvöldmataleytið tók ég eftir að Donald var ekki alveg eins og hann á að sér að vera, hann er kominn með hita AFTUR og með augnsýkingu í báðum augum!!! Greyið mitt litla! Michelle og Katherine fóru í WallMart í kvöld eftir að krakkarnir voru sofnaðir, nema Donald vaknaði 5 mínútum eftir að þær fóru með svona líka öskri. Ég fór og sótti hann og hann var svooooo lasinn og þreyttur.. hann sofnaði í fanginu á mér en um leið og ég lagði hann útaf vaknaði hann aftur öskrandi! Ég held að hann hafi bara verið of stíflaður og með of mikinn þrýsting í höfðinu þegar hann lá niðri.. Þannig hann kúrði bara í fanginu á mér til að verða 11. Þá kom mamma hans heim með lyf handa honum og hann sofnaði fljótlega eftir það. Þetta er eimitt gott dæmi um að vera partur af fjölskyldu og að hjálpa til. Ég er með mína stundaskrá fyrir vikuna og ég vinn 45 tíma þessa viku, ég var ekki að vinna í kvöld og þótti bara sjálfsagt að hjálpa litla gullmolanum mínum. Pabbi hans var heima en þurfti að vinna.

Annars er nóg komið af bullinu í mér, ég ætla að fara að leggja mig :) Góða nótt ;*

43 dagar í Sævar Örn og Bryndísi !! Whooohooooo !!


daily

Hef ákveðið að koma með eitt svona hversdagsblogg, ég nefnilega áttaði mig á því eftir að Bjarney vinkona byrjaði að blogga að ég þarf ekki endilega að blogga um einhverjar ferðir sem ég fer í eða eitthvað þess háttar, ég get þess vegna bloggað um hvernig dagurinn minn var því að þið eruð jú ekki hérna og ég heyri ekki í öllum ykkur reglulega, mér finnst rosalega gott að lesa bloggin hennar Bjarneyjar því að mér finnst ég fá að fylgjast meira með þannig.

 Anyways, skólinn er byrjaður aftur hjá krökkunum... sem beeeeetur fer! Vinnuskipulagið mitt breyttist og núna vinn ég frá 10 á morgnana til svona 6-7 á kvöldin, og ég elda alltaf kvöldmat. Þannig að núna er ég bara heima með litla stubbinn. Á milli 1-3 sefur hann þannig að ég hef þar smá tíma fyrir mig ;) Klukkan hálf 4 þarf ég svo að ná í krakkana, og þau eru yfirleitt yfir sig þreytt greyin - mikið um grátur og öskur á þessu heimili eftir klukkan 4!

Núna þarf að ég fara að ákveða mig í sambandi við skólann hérna úti, ég er búin að vera að leita af make-up tímum sem ég get fengið einingar fyrir en ég finn ekkert.. ég þarf að skoða þetta betur :) 

 Hitinn hérna er að gera útaf við mig, þetta er það heitasta sumar í langan tíma sem hefur verið hér í Chicago, ég get ekki beðið eftir hausveðrinu, að geta verið í síðum buxum og peysum! Í morgun þegar ég vaknaði var rigning og 24 stiga hiti, ég var bara "aaauuj kúl, ég ætla sko út í þetta kalda veður" og ég og Donald fórum í smá göngutúr en það var samt of heitt ! Ég get ekki beðið eftir að fá svona 12-15 stiga hita !! Það yrði draumur!!! Minn Íslenski líkami er bara ekki byggður fyrir svona hita.. við erum sko að tala um 8 vikur, já ÁTTA vikur þar sem það fór ekki undir 30 gráður! En það er sem betur fer farið að kólna núna! 

Það er svo margt um að vera á næstunni, á laugardaginn er farwell partý fyrir eina stelpuna sem er að fara heim á sunnudaginn! Þessa helgina er labor day weekend sem er eins og verslsunnarmannahelgin, held samt að það sé ekki eins kreisý eins og á Íslandi! Svo í byrjun okt ætlum við Marcela svo að halda upp á afmælið okkar saman, hún verður 22 ára 30. sept og ég 23 ára 7 okt :) Tveimur vikum eftir afmælið mitt kemur Sævar Örn og Bryndís í heimsókn til mín, þau ætla að vera í 11 daga ;) Þau verða hér yfir Halloween :) Nokkrum vikum eftir að þau fara þá er Thanksgiving og svo eru bara nokkrar vikur í jól og áramót! :) Bara spenna framundan :) 

Anyways, ég ætla að fá mér eitthvað í gogginn áður en litli skæruliðinn minn vaknar :)

 


Ameríkaninn Ms. Suri Karad presents; Þunglyndisblogg !

Jæjha, það fer að styttast í það að ég sé búin að búa hér í Ameríkunni í heila meðgöngu! Ég elska það alltaf jafn mikið að vera hér og það sem ég hef upplifað og lært á 8 mánuðum er náttúrulega ekkert grín, gæti ekki verið ánægðari, heppnari og meira þakklát!

Undanfarið hef ég samt verið að glíma við skrítnar tilfinningar. Okay, það vita allir hvernig söknunartilfinning er, ekkert grín!... en á hverjum einasta degi, hverjum einasta klukkutíma, hverja einustu sekúndu þá sakna ég, þessi söknuður verður bærilegri með hverjum deginum en það er samt svooo sárt að sakna!! Þó svo að ég sakni þá er ég að upplifa þá skemmtilegustu og án efa áhrifaríkustu tíma lífs míns, og það líf sem ég hef eignast hérna er FRÁBÆRT!! Ég á ÆÐISLEGAR vinkonur og vini, fjölskyldan mín hérna er einstök að öllu leyti, nágrannarnir rosa vingjarnlegir og allt fullkomið! - en það er eimitt það sem gerir mig dapra... sú hugsun að þetta líf sem ég á hér sé bara tímabundið. Hvað tekur við þegar ég þarf að fara aftur til Íslands ??? - sumir myndu segja að ég gæti alltaf farið aftur í heimsókn.. Það er nefnilega ekki svo einfalt, ég vildi óska þess að það gengi upp en flestar vinkonur mínar hér eru AuPair-ar eins og ég, og þær verða ekki hér að eilífu heldur. Sama hversu mikið ég myndi þrá að fá þessa tíma sem ég hef núna til baka þá skeður það ALDREI og það er að drepa mig.

Eins og ég sagði þá líður ekki sá dagur sem ég sakna ekki, með hverjum deginum verður hann bærilegri vegna þess að með hverjum degi sem líður styttist í að ég hitti loksins allra þeirra sem ég sakna! Aftur á móti þegar ég kem heim þá mun ég ekki hætta að sakna, heldur mun ég sakna alls fólksins míns sem ég á ÚTÚM ALLAN HEIM !!! og sá söknuður verður öðruvísi, því að hann er eitthvað svo endanlegur... - ég verð samt að hætta að hugsa svona því að þetta er í alvörunni að drepa mig!! Ekki það að liggji upp í rúmi alla daga.. hehe.. ég er alveg að njóta lífsins.. en þetta er hugsun sem kraumir undir niðri og poppar reglulega upp og gerir mig dapra! Við stelpurnar hérna erum búnar að ræða þetta og þær eru alveg sammála mer og sjálfar búnir að hugsa útí þetta.

Afhverju þarf heimurinn að vera svona fjandi stór ??? Og afhverju getur maður ekki fengið allt sem manni langar ???

 

 

  • Þann 11. Janúar keyrði besta vinkona mín mig upp á flugvöll... við knúsuðumst og ég fór grenjandi inná leifstöð... frá þeirri mínútu hef ég saknað hennar og geri enn sooo bad, 8 mánuðum seinna!! Dóttir hennar fer frá því að vera 2 ára  í að verða 4 ára þegar ég kem heim. Bjarney á von á öðru barni og það barn verður 5 mánaða þegar ég kem heim. Sem þýðir að ég missi af 1 og hálfu ári af lífi þeirra.. missi af meðgöngunni (hver á að gifsa bumbuna?) missi af 3ja ára afmæli Emilíu og hún mun örugglega ekki muna eftir mér þegar ég kem heim!!
  • 10. Janúar kyssti ég stóra bróður minn, kærustuna hans og bumbuna þeirra bless. 7 dögum eftir að ég kom út fæddist fullkomin prins, fyrsta ömmu og afa barnið mömmu og pabba. Ég missti af því þegar hann fæddist, ég missti af því að sjá mömmu og pabba í skýjunum, missti af skírninni hans og ég kem til með að missa af fyrsta afmælinu hans. Hann verður eins og hálfs árs þegar ég fæ loksins að sjá hann! 
  • Ég missti af fermingunni Hilmar Snæs frænda!
  • Ég kem til með að missa af jólunum og áramótunum!! Verður erfiðast að missa af jólaboðinu heima hjá Afa og Ömmu Línu!!
  • Helgi Hrafn verður orðinn fullorðinn þegar ég kem heim.
  • Ég missti af eldgosinu (hefði verið rosa kúl að sjá það)
  • Í sumar flæddi inn skemmtilegar útlegumyndir og statusar á facebook. Ég var að missa af öllu !!! 
Þó svo að það sem að ég er að missa af á Íslandi sé merkilegt og ég myndi glöð vilja taka þátt í þá er það allt í lagi, ég kem aftur og ég er að upplifa skemmtilega og nýja hlutu hér í staðinn.. En á hinn boginn, þegar ég er komin heim þá fer ég að missa af stórum viðburðum hérna úti en þá verður það svo öðruvísi.. Allt fólkið á víð og dreif um heiminn... 
 
æj nóg komið af þunglyndi ;) ætla að fara að sofa í hausinn á mér ;)  

 


Road trip

I byrjun juni lögðum við í ferðalag, ég veit ekki hversu mikið mig langar að eignast krakka núna þar sem það er ekkert grín að keyra með 4 krakka í 12 klukkutíma. En það er allavena á hreinu að ef að ég eingast barn einhverntíman þá fer ég aldrei í ferðalag með það. KANNSKI ef að það er súper stillt.

 Allavena, fimtudeginum adur en vid forum, þá ákvað ég að fara út með vinum því að ég var að fara í þetta ferðalag í tvær vikur, ég kom heim frekar seint, eða klukkan 3 og fór að sofa klukkan hálf 4. Vaknaði svo klukkan hálf 8 því að ég var að passa krakkana á föstudeginum. Þannig að ég svaf ekki í nema 4 tíma þá nóttina. Á föstudeginum ákváðum við að leggja í hann klukkan 3 að nóttu til aðfaranótt laugardagsins. Svo að ég ákvað að fara aftur út með vinum mínum og fór ekkert að sofa áður en við lögðum af stað, ætlaði bara að leggja mig í bílnum.. en nei, það er ekki hægt að leggja sig í bíl með 4 krökkum. Náði samt 2 tímum af 12. 

Fyrsti viðkomu staður var Hershey, Pennylvania. Komum þangað klukkan 4 á laugardeginum og tjékkuðum okkur inná hótelið og slökuðum bara aðeins á. Á sunnudeginum skoðuðum við Hershey Chocolate world og fórum og skoðuðum einhverja helli. Mjög kúl. Við fórum svo á annað hótel, daginn eftir, thar var innanhus sundlaugagardur.. eyddum heilmiklum tima thar skoðuðum við svo Amish sveitabæji og fórum og hittum Amish fólk og fengum 30 mín túr í Amish hestvagni.. very kúl ! Þann sama dag fórum við til systur Michelle og vorum þar í 4 nætur. Hun byr i New Jersey, thar forum vid inni einhvern skog thar sem ad viltum fuglum hefur verid komid fyrir i huges burum! Allir fuglarnir eru thar thvi their hafa meidst og myndu ekki lifa af i villtri natturinni, thar sa eg fullt af allskonar ornum, falkum og uglum.. thar a medal skalla orn sem er natturulega bara sjuklega flottur!! Eg var nattla ad vinna allan timann thannig ad eg for a 4 mismunandi leikvelli og hver af odrum flottari. Forum svo a strondina i drullu kulda, krakkarnir hofdu samt gaman ;) Vid keyrdum sidan fra New Jersey til Albany, NY sem er hofudborg New York rikis! thar skodadi eg enn fleiri leikvelli, vid bjuggum til risastora kokupizzu med sykurpudum, sukkuladispaenum og allskonar doti a.. mjooog gott og saett !! Vid eyddum 3 dogum thar thvi allir voru veikir, eg fekk gubbupest, og allir krakkarnir  voru med einhverja kvefpest.. thannig af vid notudum timann i ad slaka a.. Vid keyrdum sidan fra Albany upp til Champlain sem er alveg vid landamaeri kanada, ad heimsaekja pabba Michelle, thar forum vid a sveitabaejinn sem Michelle olst upp a og eg hef ALDREI sed svona storan mjolkurbugard !! thau eru med i kringum 1500 beljur, med kalfunum reyndar !! og kalfarnir eru ekki inni fjosinu heldur er hver og einn kalfur med ser kofa og er med ol utan um halsinn og thar eru their allan veturinn lika!! Thar vorum vid ekki med internet tenginu thannig ad vid Michelle forum a kvoldin og hengum a bensinstod thar sem var fri nettenging ;) hehehe... einn daginn keyrdum vid svo yfir til Nevada og forum a eyju thar, thar tok eg mynd thar sem eg stend a strondinni og horfi yfir champlain vatnid yfir til New York state, verd ad posta henni einhverntimann, hun er tekin a gamla simann minn svo ad hun er ekki i godum gaedum en samt mjog flott mynd!! Vid keyrdum sidan thadan til Camillus til hinnar systur Michelle, hun er med sundlaug i gardinum sinum, thannig ad vid vorum bara i solbadi og ad leika okkur i lauginni allan timan, eda yfir heila helgi ! I somu gotu byr mamma Alec's Baldwins !! Vildi oska thess ad hann hefdi verid tharna thegar eg var, tha hefdi eg hiklaust farid og bankad uppa ;)

A manudegi, 2 og halfri viku eftir ad vid logdum af stad i ferdina akvadum vid ad pakka nidur og drifa okkur heim, stoppudum i buffalo og skodudum niagara falls sem var natturulega bara otrulegt!! aetla sko pottthett thangad aftur thegar eg er ekki med fjora grenjandi krakka i 30 stiga hita og i haum haelum takk fyrir.is ;) neast fer eg ein eda med fullordnum, i sandolum eda strigaskom ;) thad tok 3 tima ad keyra thangad fra Camillus, NY. Vid keyrdum sidan i 13 klst i vidbot allaleidina heim! Thegar vid vorum rett ad renna i hlad komu thessir lika svaka stormir, sitthvoru megin vid okkur og vid saum himininn lysast svoleidis upp thegar eldingarnar komu, og thrumurnar voru ekkert litlar !! Bara upplifun ad sja svona svaka thrumur og eldingar.

Eg var rosa glod ad vera loksins komin heim thvi naestum thvi thrjar vikur med 4 krokkum 24/7 er ekkert grin !!

 Eg bidst afsokunar a bloggleysi minu, en eg kem med annad blogg fljotlega um ferdina til St louis og margt fleira sem eg er buin ad vera ad bralla i sumar. Og astaedan fyrir thvi ad thetta er skrifad hluta til med islenskum stofum og hluta til ekki, er ad eg skrifadi thetta blogg i nokkrum portum ;)

 Thangad til naest..... bye ;)


Illinois, Indiana, Michigan og fleira

Þann 25 apríl lögðum við þrjár stöllur í smá road trip í ógeðslegu veðri og keyrðum í 3 ríki á einum degi. Við lögðum af stað klukkan 10 héðan frá húsinu mínu, vorum í 2 og hálfan tíma á áfangastað, en það sem við gerðum okkur ekki grein fyrir var að klukkan þar er einum klukkutíma á undan okkur í Illinois, sem þýðir að við misstum einn heilann klukkutíma ! Þetta var bær sem heitir Elkhurst og hann er þekktur fyrir Amish menningu sem var eimitt ástæðan fyrir því að við vorum þarna! Við byrjuðum á því að fara á túrista miðstöð sem var btw lokuð en sem betur fer voru bæklingar fyrir utan, þannig að við ákváðum að fara og fá okkur að borða og ákveða hvað við ætluðum að gera og skoða á meðan við borðuðum, við borðuðum á Applebees, það var ágætt.. Ekki svo viss um að ég fari þangað aftur... Anyways, við ákváðum að byrja á því að kíkja á Amerískt listasafn þarna í Elkhurst og fara svo í bæ sem heitir Shipshewana og fara í horse buggy tour, þaðan ætluðum við síðan að keyra til Middlebury og borða kvöldmat á Amish veitingastað. 

illinois_indiana_michigan_009.jpgillinois_indiana_michigan_017.jpg

 

 Á safninu var yndislegt fólk að vinna og það var ekkert smá áhugasamt um hvaðan við værum og þau voru hissa að við værum þarna á safninu virkilega að skoða, ekki eitthvað skólaverkefni. hehe .. Allavena við fórum að segja þeim hvað við ætluðum að fara að gera næst, þá sögðu þau okkur að allt í sambandi við Amish væri lokað á Sunnudögum, því að þannig er bara Amish fólk, vinnur aldrei á sunnudögum.. Okey, þarna vorum við alveg blank, þau sögðu okkur frá tveimur stöðum sem gætu verið opnir, annar í bæ sem heitir Wakarusa þar sem maður getur keypt huges jellybeans, en það var búið að loka þegar við komum þangað og svo var það Amish Acre, Nappanee, Væntanlega ekki Amish fólk að vinna, meira svona túristastaður. þegar við komum þangað var allt lokað nema lítil búð, þar sem þú gast keypt fullt af Amish dóti, sultum, kökum, brauði og bara name it ! Ég keytpi póstkort og kanilköku einhverja sem var btw heavy góð !

illinois_indiana_michigan_022.jpgillinois_indiana_michigan_020.jpg

 illinois_indiana_michigan_089.jpgillinois_indiana_michigan_090.jpg

 

 Okay, þar sem að við vorum núþegar lagðar af stað í roadtrip, ekkert Amish dót opið ákváðum við bara að gera gott úr hlutunum og  keyra upp til Michigan, fundum bæ þar sem heitir New Buffalo.. Þar fundum við strönd við Lake Michigan, þar á bílastæðinu lögðum við bílnum við hliðina á bíl sem við héldum að væri tómur en nei, það var fólk að rí** í bílnum !! hahahaha.. þegar við föttuðum það drifum við okkur í burtu frá bílnum og á ströndina.. Við vorum eitthvað að fílfast þarna á ströndinni í skítakulda, rigningu og viðbjóð.. haha ... og ég týndi lyklunum af bílnum !! En við fundum þá aftur.. Marcela ákvað að fækka fötum og fara úr regnjakkanum sínum og skipta um skó og fara í flipflops, því að þannig á maður að vera á ströndinni.. haha greinilega frá Brasilíu þessi stelpa :) Eftir þetta ákváðum við að keyra aftur til Indiana og skoða einhvern garð en þegar við komum þangað var hann auðvitað lokaður eins og hvað annað á sunnudegi þannig að við keyrðum bara heim.. fórum í bíó og sáum The Backup Plan.. mjög góð mynd..

illinois_indiana_michigan_101.jpg4-25-2010_110.jpg

4-25-2010_169.jpgillinois_indiana_michigan_120.jpg

 

Næstu helgi er ferðinni svo heitið til St. Louis, það tekur c.a. 5 tíma að keyra þangað þannig að við erum búnar að bóka hótel. Á föstudeginum ætlum við að leggja af stað klukkan hálf 6 (í seinasta lagi). Þannig að við erum þar klukkan hálf 11 um kvöldið þannig að við förum bara snemma að sofa því á laugardeginum ætlum við að fara í Historic old Courthouse, Museum of Transportation, The Griot Museum of Black History and Culture, Laclede's Landing wax museum ooog svo ætlum við að enda kvöldið á Dinner Cruise í Missisippi ánni! Á sunnudeginum ætlum við að fara upp í Gateway Arch og skoða pýramída í Cahoika Mounds og svo keyra til Hannibal, MO og skoða Marc Twain Boyhood Home and Museum og keyra svo þaðan og heim.. Hljómar þetta ekki AWESOME ?? Kem með blogg og myndir af þessarri ferð í næstu viku :)

Um helgina fór ég í alvöru Amerískt Partý þar sem það var spilað beer pong, sem ég btw vann þrisvar í röð með smá hjálp reyndar (og þeir segia svindi,pfff..) héðan í frá verður ekki spilað neitt annað þar sem ég er í partýi ;) 

party_at_esther_s_friend_009_987624.jpg

 


Summersummer baby

Er Ísland að fara til fjandans á meðan ég hef það ógeðslega gott hérna í útlandinu ? - Það er búið að vera þvílíkt gott veður í dag, næstum því 30 stiga hiti... var reyndar að kafna á tímabili en shiiit hvað þetta er næs, núna er klukkan 6 og ég sit útá palli með tölvuna, og krakkarnir eru í sundfötunum að setja upp giant vatnsrennibraut ! Ætli sú gamla skelli sér ekki eina ferð á eftir :) híhí..

Ég er að elska ilminn af nýslegna grasinu og blómunum sem eru að springa út.. Ég er að upplifa svo nýja hluti, bara komið "sumar" í apríl, það er heitara hérna núna heldur en það verður nokkurntímann yfir sumartímann á Íslandi. Allir búnir að pakka úlpunum og strigaskónum ofan í kassa og taka upp flipfloppana.. þú sér ekki fólk örðuvísi en í flipflops, bara töff ;) Ég keypti mér bleika voða fína, en er nú samt að spá í að kaupa mér svart og hvíta líka svo að ég eigi í stíl.. Bleikt passar nefnilega ekki við allt. 

Ég er búin að taka heilmikinn lit og er meira að segja komin með freknur á handabakið.. hef aldrei lent í því áður, og já ég er orðin ljóska aftur.. Ákvað einn daginn að verða blondína aftur og er búin að lita það tvisvar síðan þá og ég er bara nokkuð sátt með litinn, vantar samt tóner, veit samt ekki hvar maður getur fengið þannig hér, kannski að ég panta hann bara á e-bay. 

Ég er eitthvað svo þakklát þessa dagana, þakklát fyrir það tækifæri að vera hérna og fá að upplifa allt það sem ég er að upplifa nýtt. - þetta er svo sannarlega ekki sjálfgefið. 

Er að spá í að fara og versla mer pepperoní og ost svo ég get búið mer til pizzu með pepp og piparost ;) 

 Later ;) 


Bloggleysi.is

Ég hef verið ferlega löt við að blogga undanfarið. Páskarnir eru komnir og farnir, ég fékk fullt af Íslensku dóti sent, tvö páskaegg, nokkur lítil, tópas, lakkrís, harðfisk og piparost :)

Páskarnir voru pínu erfiðir, það var nefnilega svo margt um að vera um páskana heima, allir fara norður um páskana og fara á skíði eða bretti og svo var Hilmar Snær að fermast og Daníel Freyr að skírast. Hefði sko ekkert haft á móti því að vera viðstödd þess tvo viðburði og skellt mér svo á Palla ball í leiðinni.. það hefði sko ekki verið leiðinlegt. 

Ég fór á uppistand í gær með áströlskum uppistandara, hann var sjúklega fyndinn.. hann heitir Jim Jeffries, og það er ekki hægt að segja brandarana hans fyrir fram börn yngri en 18 ára. :) 

 

 Shawn er 50 ára í dag og í tilefni af því borðuðum við sjúklega góða nautasteik, bestu nautasteik sem ég hef smakkað! 

Annars gegnur allt sinn vanagang, ég reyndar er búin að fara til læknis, er með einhverja veiru sýkingu.. er öll í svona exem blettum !! frekar gross en ég vona að þetta gangi sem fyrst yfir, gæti samt tekið upp í 6 mánuði! Sem ég vona samt svo sannarlega ekki!

 Hmm ég er rosalega blogg löt þessa dagana en ég lofa að ég kem með þrusu blogg fljótlega :) 


"myndablogg"

Okey, gæjinn sem fann uppá drama er ekki vinur minn og ég held að við ættum að fara og leita hann uppi og myrða hann ef hann er ekki löngu dauður ! Ok, ekki meira um það, drama ætti að vera bannað með lögum.. þannig að ég ætla ekki einu sinni að eyða meira plássi í dramatík! ok.. 

Annars er allt ljómandi að frétta, ekki lengur með heimþrá heldur er ég bara hugsandi um að framlengja dvölina.. hvernig hljómar það ??!?? - jebb hélt það!

mmmm.. ég fór til Chicago, held að ég hafi ekki verið búin að blogga um það, sá þegar þeir lituðu ánna græna, það var magnað... við þrjár fórum með grænar hárkollur og vöktum svona líka mikla lukku, það voru rosalega margir sem að stoppuðu og spurðu hvort þeir mættu taka mynd.. hehehe ... 

dsc07272.jpgdsc07285.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 Svo um kvöldið fórum við heim til Marcelu og tókum nokkrar léttar fimleikaæfingar, spiluðum svo Wii langt fram á nótt.. hehehe.. Með hárkollurnar að sjálfsögðu ! st_paddy_s_day_and_playdate_w_matt_017.jpg

dsc07229.jpgdsc07230.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

st_paddy_s_day_and_playdate_w_matt_012.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Síðan er bara búið að vera sjúklega gott veður.. og við krakkarnir erum bara búin að vera úti allann daginn, frá morgni til kvölds :) 

Sorry, er ekki að nenna að blogga, læt myndirnar tala :) 

(hef reyndar ekki verið dugleg með myndavélina í góða veðrinu en skelli samt einhverum myndum inn) 

 

st_paddy_s_day_and_playdate_w_matt_036.jpgst_paddy_s_day_and_playdate_w_matt_051.jpgdsc07408.jpgdsc07251.jpgdsc07396.jpgdsc07391.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þar sem að það hittir svo á að ég blogga 23 mars þá verð ég að skella inn einni afmæliskveðju til hennar ömmu gömlu, loksins orðin ellismellur :) 

Til Hamingju með daginn elsku Ragga amma :*

 


Heimþráar, þunglyndis blogg !!

Ég veit ekki hvernig það verður að fara aftur heim til Íslands, ég er að upplifa svo skrítnar tilfinningar núna, ég er með heimþrá.. ég sakna fólksins míns á Íslandi og á sama tíma er ég komin með kvíðahnút í magan yfir því að kveðja vinkonur mínar og fjölskylduna mínar hérna. Ég veit alveg að það er þónokkur tími þangað til ég kem aftur til Íslands, en ef ég er búin bonda svona við fólkið hérna núna, eftir rétt 2 mánuði, hvernig verður það þá eftir 10 mánuði í viðbót ?? úff ég vil ekki einu sinni hugsa til þess :( Kannski er það bara ekkert svo góð hugmynd að fara út sem AuPair og eignast annað líf í öðru landi.. það gerir hlutina of flókna... hvað ef mér líkar lífið mitt betur sem ég á hérna í Bandaríkjunnum, þetta tímabundna líf sem ég fæ síðan kannski aldrei aftur, en kem til með að sakna þess það sem eftir er, gerir það ekki bara hlutina flóknari og erfiðari fyrir vikið ?? Hvað með vinkonurnar sem ég hef eignast ??? Við þrjár sem höngum alltaf saman, ein frá Brasilíu og hin frá Þýskalandi, hvernig á það eftir að ganga upp í framtíðinni ??!?? Er þetta allt bara sóun á tíma, óþarfa vanlíðan og síðar meir óþarfa söknuður ?? 

Já kannski er þetta bara heimþráin sem talar, ég verð að forðast það að verða svona þreytt eins og ég er núna því þá hellast yfir mig svona hugsanir og hugur minn er nánast bara á Íslandi!! Þetta er óóóóóótrúlega erfitt, ég hefði ekki trúað því sjálf.. mig langar svo mikið að bruna á Sigló bara rétt yfir helgina til að fá smá mömmu og pabba knús, rétt smá time-out.. þá er ég ready fyrir lífið aftur.. En það er víst ekki hægt og verð ég bara að læra að takast á við þessa heimþrá, ég veit að það gerir mig bara að sterkari manneskju fyrir vikið og það er kannski það sem ég þarf á að halda :) 

Ef ég á að vera hreinskilin þá held að ég að þetta sé eitt af því erfiðasta sem ég hef gert ........ 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband