Haust í útlandinu!

Fyrsti dagur haustsins er í dag og einkennist það af miklum seiflum í veðri, t.d. þessa vikuna fer hitinn úr 31 gráðu niður í 19 gráður á 4 dögum, svo tveimur dögum seinna gæti verið 30 stiga hiti aftur.. bara weird.. En ég höndla þetta þó betur heldur en 30+ stiga hita á hverjum EINASTA degi eins og það var hérna í 8 vikur í RÖÐ í sumar!! Bara dauði! 

Ég fékk góðar fréttir í fyrradag! ÉG GET VERIÐ ÁFRAM HJÁ SÖMU FJÖLSKYLDUNNI!! Eða það eru allvena MJÖG miklar líkur á því. Ég er ekki búin að ákveða hvort að ég ætli að koma heim 2011 eða 2012. Ætla bara að sjá til hvernig veturinn verður og svona :) 

Ég á afmæli eftir nákvæmlega tvær vikur í dag og ég er búin að bjóða í afmælispartý Laugardaginn 2 okt. Ef þú átt leið hjá Naperville þá, þá er þér velkomið að kíkja við ;) hehe.. Við Marcela ætlum að halda upp á það saman þar sem að hún verður 22ja viku á undan mér :) 

Annars gengur allt sinn vanagang.. Donald verður skemmtilegri og skemmtilegri með hverjum deginum, hann er farinn að tala heilan helling og alveg helminginn af því á Íslensku ;) hann t.d. segir alltaf "ah bú" þegar hann er búinn að borða og mamma hans og pabbi eru farin að segja við hann "ahbú?" þegar þau eru að spurja hvort að hann sé búinn.. hehehe... Jenny er rosalega áhugasöm um Ísland og finnst ekkert leiðinlegt að horfa á Íslensk video á youtube.. hún ætlar sko að flytja þangað bráðum :) Uppáhaldslagið hennar er prumpulagið, ég þýddi lagið fyrir hana og henni finnst sko geðveikt fyndið að túristar fara allaleið til Íslands bara til að heyra alvöru prump og það er eimitt ein ástæðan fyrir því að henni langar að koma til Íslands ;) Hún er bara æðisleg.. við töldum uppá 100 í gær á Íslensku, hún er rosa klár :) 

Núna eru bara 28 dagar þangað til að ég fæ heimsókn frá Íslandi og ég get ekki BEÐIÐ !!! Ég bað mömmu um að senda mér bollasúpur og royal búðing og svona, get ekki beðið eftir að fá það í póstinum... -varstu nokkuð búin að gleyma því mamma ??? 

Jæja.. ég ætla að fara og sækja póstinn í póstkassan og ath hvort að litli snúðurinn minn vilji ekki fara að vakna svo að við getum farið og sótt systkyni hans í skólann :) - við ætlum svo að búa til pizzu í kvöldmatinn.

Kveðjur frá Naperville. 

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

 Ég er ekki búin að gleyma....

Sævar kemur með royal búðing handa þér  og kannski afmælisgjöf líka

Mamma (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband