22.1.2010 | 04:46
Heil vika :)
Ég var í alvörunni búin að skrifa alveg heljarinnar blogg en það hefur greinilega ekki save-ast því það kom ekki inn..
Það er ekki langt síðan að það var vika þangað til ég myndi fara út en það er liðin vika síðan ég kom hingað í Naperville, ég er ekki að trúa því, tíminn er svo ótrúlega fljótur að líða að hálfa væri hellingur! Ég er búin að hafa það rosalega gott síðan ég kom hingað, ég byrjaði að vinna á mánudaginn og það gekk svona upp og ofan útaf því að við krakkarnir vorum enn bara að kynnast og erum enn, en við erum orðin fínir vinir núna :)
Ég er búin að upplifa margt nýtt og skemmtilegt og búin að kynnast fullt af nýju yndislegu fólki, host fjölskyldan mín er náttúrulega bara frábær í alla staði og ég held að það sé vegna þess hversu yndislegir foreldrarnir eru að ég sé ekki með eins mikla heimþrá og ég helt að ég myndi fá, ég er svo ótrúlega velkomin hérna og mér er búið að líða eins og heima alveg frá því að ég kláraði að taka uppúr töskunum mínum og koma mer almennilega fyrir.
Það sem mér finnst skemmtilegast er að skoða matvörurnar, það er ALLT til hérna!! Þú getur keypt frosnar samlokur fyrir krakkana í nesti, setur þær bara ofan í tösku og þegar það er nestistími þá er samlokan þyðin!! Pældu í þægindunum !! hehe.. þú getur fengið alls konar mat sem er annars tímafrekt að útbúa í örbylgjuformi!!
Síðan ég kom er ég búin að smakka ýmislegt nýtt, og ég er ekki að grínast... ef ég held svona áfram þá enda ég 300kg, ef ekki feitari í árslok!! Planið er nú samt að gefa þessu viku til tvær í viðbót til að prófa allan þennan framandi fitandi mat, síðan fer að hugsa til þess að borða eitthvað hollt... Held samt að það sé meira en að segja það hér í Bandaríkjunum, það er settur sykur á allt.. þú getur keypt niðurskorin epli í poka, já það er fínt, holl og gott.. en nei, það er karamellusósa í pokanum, þú átt að dýfa eplunum ofan í karamellusósuna svo að þetta verði alveg örugglega ekki OF hollt fyrir þig!! hehe Ameríkanar *éghristihausinn*!! En já ég er búin að smakka karamellupopp, FULLT af allskonar tegundum af ísum, þ.á.m, ís með súkkulaðibitum og kökudegi í.. Uppáhaldsísinn minn so far er Birthdaycake ís, hann er blár á litinn og bara delicius ! Svo fór ég á starbucks í fyrsta skipti :) seinasta laugardag buðu foreldrarnir mér með sér niður í miðbæ á meðan elsta stelpan passaði krakkana, við fórum inn í RISA stóra búð þar sem voru bara selt allskonar krydd, vissi ekki einu sinni að það væru til svona margar tegundir af kryddum!! Við röltum um miðbæinn á meðan þau sögðu mér frá hinu og þessu.. svo fórum við í vínsmökkun og það var osom :) Hef aldrei farið áður, mér var kennt hvernig maður á að smakka vín.. Ég smakkaði 8 tegundir af mismunandi vínum, ávaxtavín, heitt kryddað hvítvín og líka heitt kryddað rauðvín, svo venjuleg rauðvín og hvítvín :)
Nýjasta nýtt er samt að ég er orðin föðursystir og ég er að rifna úr monti! Hann er svo sætur litli hnoðrinn,mig langar mest í öllum heiminum að Sverrir pakki honum ofan í kassa og sendi mér hann í pósti svo að ég geti knúsað hann ;) Hann á að fá nafnið Daníel Freyr sem er bara kúl! Ég er búin að sjá nokkrar myndir af honum og ég get svo svarið það að hann bróðir minn getur ekki neitað fyrir þetta barn, því hann sver sig sko alveg í föðurættina sína !! En hann er þó skemmtilegur kokteill af foreldrum sínum ;)
Næst á dagskrá er að smakka "peanutbutterjelly" samloku ;) Fara að versla barnaföt á litla Daníel Frey hnoðraling, og svo er það jafnvel Chicago um helgina eða á mánudaginn með nokkrum Au-Pair gellum :)
Héðan í frá ætla að reyna að blogga á minnst vikufresti, s.s. í seinasta lagi á föstudögum !! Bara fyrir fólkið mitt heima sem vill fylgjast með mér ;)
Knús á línuna :*:*
xoxo
Athugasemdir
Gott að þér líður vel Sirrý mín og að þú ert ánægð með fjölskylduna þína ...
Góða skemmtun með gellunum.
Herdís Sigurjónsdóttir, 22.1.2010 kl. 07:38
hæhæ Sirrý, ég datt inná síðuna þína og vá hvað það er gaman að lesa bloggin þín. ég á eftir að skoða bloggin þín, ég öfunda þig ekkert smá!
Veistu þegar ég fór til NY síðasta sumar, þá held ég hafi aldrei séð eins marga stóra rassa og í ameríkunni, þetta var rosalegt enda skyndibitastaðir úti um allt en Bandaríkin er hreint út sagt Awesome ;)
hvað verðuru lengi úti ? :)
Njóttu þess í botn að vera úti og hafðu það gott :)
Vilborg (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 09:04
hehehe.. það verður að smakka allan sorann :)
elskjú!
Katrín (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 09:28
Takk Herdís ;)
Vilborg, ég verð hér í 1 ár.
Elsk til baka á þig Katrín ;*
Sirry (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 23:24
Loksins komin með tölvuna og netið þannig að núna get ég farið að fylgjast betur með þér þarna í USA :)
Enn gaman að lesa bloggið þitt :) Frostnar samlokur finnst mér ekkert hljóma rosalega girnilegt sko... Og ég fékk hláturskast þegar ég last þetta með EPLIN!!! hahahahaha!! Kaninn er ótrúlegur!! karamellupopp... dísús! ég man þegar ég var úti í Boston... DONUTS staðir ALLSSTAÐAR!!!
Enn frábært að þér líður svona vel þarna úti elskan mín :) Hlakka til að heyra aftur í þér :) röddina þína.. fæ mér skype í næstu viku :)
Anyway.. góða skemmtun um helgina ;) salsa beibí ;)
Love you og miss you
Eiginkonan ;)
Bjarney Vigdís (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.