31.1.2010 | 02:19
bújahhh !
Okey ég stóð ekki við það sem ég sagði í seinasta bloggi, ég er að blogga einum degi of seint... á mínum mælikvarða, en tveimur dögum af seint á Íslenskum mælikvarða. Þessi vika var jafn fljót að líða og seinasta!
Ég fór til Chicago seinasta Sunnudag með tveimur stelpum sem ég kynntist á námskeiðinu í New Jersey. Við búum allar á sitthvorum staðnum þannig að við þurftum að taka sitthvora lestina og hittast síðan á lestarstöðinni hjá þeirri sem kom síðast. Það var ekkert skipulagt hjá okkur, það eina sem við vorum búnar að ákveða var að fara til Chicago þennan sunnudag, ég var ekki einu sinni búin að kíkja á lestarplanið þannig að ég vissi ekki einu sinni klukkan hvað lestin mín myndi fara. Ég talaði við stelpurnar í hádeginu þennan Sunnudag og þær ætluðu bara að taka næstu lest, svo ég varð að gera það sama til að vera á svipuðum tíma og þær, ég kíkti á lestarplanið og ég hafði 20 mín til a ðtaka mig til og koma mér niðrá lestarstöð, ég rétt náði lestinni!! Þegar lestin var svo ný lögð af stað þá hringdi önnur stelpan í mig, þá hafði hún misst af sinni lest.. Sem þýddi það að ég þyrfti að bíða í Chicago, á hennar lestarstöð í rúman klukkutíma, ooog hin stelpan sem ætlaði að hitta okkur var símalaus.. Þegar ég var í lestinni fór ég allt í einu að hugsa að ég var ekki með lestarplan, né kort af Chicago og var farin að halda að ég þyrfti bara að taka næstu lest aftur heim því ekki vildi ég vera týnt einhversstaðar í Chicago, þar að segja ef ég myndi ekki finna lestarplan á lestarstöðinni í Chicago... en sem betur fer þá hitti ég strák í lestinni sem var svo almennilegur að fylgja mér á millenium lestarstöðina og þar var stelpan sem var símalaus og við biðum saman eftir hinni stelpunni.. Við skoðuðum fullt í Chicago og ég ákvað á heimleiðinni að ég fer ekki aftur til Chicago nema ég viti hvernig veðrið verði, og ég sé búin að skipuleggja allt frá a-ö :)
Á morgun ætla ég svo að fara með tölvuna mína og sjá hvort það sé hægt að gera við hana, þannig að það fer að styttast í það að þið farið að sjá myndir af mér og fólkinu mínu í útlandinu :)
Svo er ég búin að eignast tvær nýjar vinkonur, önnur þeirra býr bara í næstu götu við mig sem er frekar næs :) Við fórum á Starbucks í gærkvöldi og svo fórum við allar þrjár í mollið í dag :) Og ég keypti smá hárvörur í VS og svo geðveika Baby Phat úlpu, ógeðslega flott hálsmen í forever 21 sem er eins og stór gróf keðja og geðveikt belti :)
Over and out !
Athugasemdir
Greinilega gaman hjá þér mín kæra fyrst vikurnar bruna áfram . Ég bíð spennt eftir myndum af ykkur og þú ættir endilega að segja okkur líka frá krökkunum líka og nýju fjölskyldunni þinni.
Nú er allt á fullu hjá mér í prófkjörsmálum. Það er prófkjör hjá mér um næstu helgi og því í mörgu að stússast. Í dag kemur hópur af fólki til að bera út bæklinginn minn og þar á meðal fullt af Siglfirðingum :)
Knús frá fjölskyldunni þinni í Rituhöfðanum
Herdís Sigurjónsdóttir, 31.1.2010 kl. 09:12
Hæ elskan, gaman að sjá hvað allt gengur vel og hvað er gaman hjá ykkur,bara vera glöð og jákvæð. Kveðja frá afa .
Amma Ragnheiður (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 14:01
Herdís, ég má ekki skrifa neinar upplýsingar um fjölskylduna né setja inn myndir af þeim nema í læst albúm.. Ekki afþví að þau banna mér það heldur samtökin :S
sirry (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 22:50
Rosalega gaman að lesa bloggið þitt:) Hlakka til að sjá myndir skvís ;)
Björg Birgisdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 18:32
Stórt öfund af þessum verslunarferðum þínum :) En það hljómar eins og það sé mjög gaman hjá þér. Njóttu þín í botn litla frænka.
Lárey (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 23:00
Hahaha þú ert snillingur!! :) Lost in USA ;) enn já kannski betra að vera með eitthvað plan... ég verð nú að segja að ég er ýkt abbó útí þig :) Langar að kíkja til útlanda!! :) Þarf að senda þér pening og fá þig til að kaupa smá VS fyrir mig :) vantar hárnæringu og sjampó :) og svo vantar mér líka úr bath and body works hansprittin í litlu brúsunum með góðu lyktunum ;) er allveg að verða búin með það...
Frábært að heyra að þú sért búin að eignast vinkonur þarna úti :) Hlakka til að sjá myndir sæta!! :)
anyway.. Bíð spennt eftir næsta bloggi ;)
Kossar og knús og stórt sakn!!! ;*
Love you!! ;*
Fyrrverandi eiginkonan þín ;)
Bjarney Vigdís (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 03:39
Haha já ég get gert það, en VS er líka með svona handspritt :)
Sirry (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.