Heimþráar, þunglyndis blogg !!

Ég veit ekki hvernig það verður að fara aftur heim til Íslands, ég er að upplifa svo skrítnar tilfinningar núna, ég er með heimþrá.. ég sakna fólksins míns á Íslandi og á sama tíma er ég komin með kvíðahnút í magan yfir því að kveðja vinkonur mínar og fjölskylduna mínar hérna. Ég veit alveg að það er þónokkur tími þangað til ég kem aftur til Íslands, en ef ég er búin bonda svona við fólkið hérna núna, eftir rétt 2 mánuði, hvernig verður það þá eftir 10 mánuði í viðbót ?? úff ég vil ekki einu sinni hugsa til þess :( Kannski er það bara ekkert svo góð hugmynd að fara út sem AuPair og eignast annað líf í öðru landi.. það gerir hlutina of flókna... hvað ef mér líkar lífið mitt betur sem ég á hérna í Bandaríkjunnum, þetta tímabundna líf sem ég fæ síðan kannski aldrei aftur, en kem til með að sakna þess það sem eftir er, gerir það ekki bara hlutina flóknari og erfiðari fyrir vikið ?? Hvað með vinkonurnar sem ég hef eignast ??? Við þrjár sem höngum alltaf saman, ein frá Brasilíu og hin frá Þýskalandi, hvernig á það eftir að ganga upp í framtíðinni ??!?? Er þetta allt bara sóun á tíma, óþarfa vanlíðan og síðar meir óþarfa söknuður ?? 

Já kannski er þetta bara heimþráin sem talar, ég verð að forðast það að verða svona þreytt eins og ég er núna því þá hellast yfir mig svona hugsanir og hugur minn er nánast bara á Íslandi!! Þetta er óóóóóótrúlega erfitt, ég hefði ekki trúað því sjálf.. mig langar svo mikið að bruna á Sigló bara rétt yfir helgina til að fá smá mömmu og pabba knús, rétt smá time-out.. þá er ég ready fyrir lífið aftur.. En það er víst ekki hægt og verð ég bara að læra að takast á við þessa heimþrá, ég veit að það gerir mig bara að sterkari manneskju fyrir vikið og það er kannski það sem ég þarf á að halda :) 

Ef ég á að vera hreinskilin þá held að ég að þetta sé eitt af því erfiðasta sem ég hef gert ........ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heimþráin kemur og fer, þegar ég fór út var ég smá ómöguleg fyrstu tvo mánuðina, svo var bara fáránlega gaman en auðvitað smá heimþrá ;) En þegar ég var búin að vera úti í 11 mánuði þá var komið gott og ég var ótrúlega tilbúin að fara heim :)

En góða skemmtun þessa 10 mánuði sem þú átt eftir og njóttu þess í botn.

Knús frá klakanum :*

Anna Þóra Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 08:27

2 identicon

æji, veistu það að þetta gengur yfir.. en með fólkið og vinkonurnar, hver segir að þú getir ekki farið i heimsókn til USA aftur.. eða fara til þýskalands og hitta vinkonu þína, eða brasilíu, þú getur allt sem þú ætlar þér, og þú getur alltaf tekið frí þegar þú ert komin heim aftur og hitt þetta fólk, eins og með mig, ef ég flyt til íslands aftur, þá er sko alveg bókað mál að ég komi hingað í frí eða fari eitthvert sem ég get hitt vini mína, en ég held þetta sé bara heimþráin.. en veistu þetta ár á bara eftir að gera þig sterkari.. það er bara að vera nógu upptekin og vera ekki að spá í þessu því þú verður komin heim áður en þú veist af, tíminn líður svo fljótt.. reyndu bara að njóta tímans sem þú átt eftir því þetta verður miklu fljótara en þú heldur, vonandi líður þér betur eftir að þú vakanar, hugsa til þín.. gangi þér vel..

Thelma (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 08:27

3 identicon

Reyndu bara að hugsa um það sem er leiðinlegt hérna heima. Veðrið er ekkert til að hrópa húrra fyrir og maður hefur ekki efni á því að fara í bíó!
En pakkinn fer í póst í dag, hann er reddí.. spurning um að bæta einhverju vondu, ljótu og leiðinlegu frá Íslandi.. Eins og refafót.

Ástrós (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 08:39

4 identicon

þú átt að fagna því að eignast svo marga góða vini, þó svo þeir séu í öðru landi það styrkir vinaböndin.

Með nútíma tækni er ekkert mál að halda sambandi með skype, emaili og öðru :0)

EF þú flytur aftur til íslands þá fagnaru því að eiga möguleika á því að geta heimsótt þessa vini þína hvar sem þeir eru í heiminum og eins að þeir heimsæki þig, þá hefuru eitthvað til að hlakka til!! Ekki vera með óþarfa kvíða til einskis!! :0)

Helena (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 09:37

5 identicon

Sirrý mín, veistu hvað þú er hugrökk að þora að fara út, auðvitað koma upp blendnar tilfinningar en ég held að þú eigir eftir að tækla þær rétt og njóta þess að vera úti. Síðan eftir þessa 10 mánuði, þá ertu eflaust tilbúin í að koma heim og geta byrjað á einhverju nýju og skemmtilegu hér heima, eða kannski ferðu þá til einhvers annars lands... hver veit ;)

En bíttu á jaxlinn, klappaðu þér á öxlina, þú getur þetta vel og mundu bara að njóta lífsins, lífið er of stutt í eitthvað bull ;) Knús á þig vinkona... 

Bryndís Hafþórsdóttir (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 10:33

6 identicon

Hæ elskan,ertu ekki farin að brosa aftur allir eiga sínar döpru stundir en hugsaðu hvað thú ert heppin að fá tækifæri að kynnast ólíkum menningarheimum og siðum.Alltaf að líta á björtu hliðarnar.Allt gott af okkur afa gamla að frétta hann og Sævar eru byrjaðir á grásleppunni eru góðir saman kallarnir.Ég sá Daníel Frey í gærkveldi hann er fallegur strákur og mjög mannalegur. Jæja Sirrý mín vertu bara glöð, við sjáumst eftir tíu mánuði sem verða fljótir að líða.

Amma Ragnheiður (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 12:08

7 identicon

Æji elsku dúllan mín, leiðinlegt að sjá að þér líður illa.. Enn þetta lagast allt :) þú ert alveg að gera rétta hluti :) Eftir 10 mánuði þá kemur þú bara heim til fjölskyldu þinnar og vina hérna á Íslandi og þá áttu altaf fjölskyldu og vini útí heimi líka sem þú getur heimsótt :)

Þetta lagast allt saman.. vertu sterk!! ;*

Kossar og knús!!! :* :*

Bjarney Vigdís (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 12:20

8 identicon

Heimþráin kemur og fer, þegar ég fór út var ég smá ómöguleg fyrstu tvo mánuðina, svo var bara fáránlega gaman en auðvitað smá heimþrá ;) En þegar ég var búin að vera úti í 11 mánuði þá var komið gott og ég var ótrúlega tilbúin að fara heim :)

En góða skemmtun þessa 10 mánuði sem þú átt eftir og njóttu þess í botn.

Knús frá klakanum :*

Anna Þóra Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband