Summersummer baby

Er Ísland að fara til fjandans á meðan ég hef það ógeðslega gott hérna í útlandinu ? - Það er búið að vera þvílíkt gott veður í dag, næstum því 30 stiga hiti... var reyndar að kafna á tímabili en shiiit hvað þetta er næs, núna er klukkan 6 og ég sit útá palli með tölvuna, og krakkarnir eru í sundfötunum að setja upp giant vatnsrennibraut ! Ætli sú gamla skelli sér ekki eina ferð á eftir :) híhí..

Ég er að elska ilminn af nýslegna grasinu og blómunum sem eru að springa út.. Ég er að upplifa svo nýja hluti, bara komið "sumar" í apríl, það er heitara hérna núna heldur en það verður nokkurntímann yfir sumartímann á Íslandi. Allir búnir að pakka úlpunum og strigaskónum ofan í kassa og taka upp flipfloppana.. þú sér ekki fólk örðuvísi en í flipflops, bara töff ;) Ég keypti mér bleika voða fína, en er nú samt að spá í að kaupa mér svart og hvíta líka svo að ég eigi í stíl.. Bleikt passar nefnilega ekki við allt. 

Ég er búin að taka heilmikinn lit og er meira að segja komin með freknur á handabakið.. hef aldrei lent í því áður, og já ég er orðin ljóska aftur.. Ákvað einn daginn að verða blondína aftur og er búin að lita það tvisvar síðan þá og ég er bara nokkuð sátt með litinn, vantar samt tóner, veit samt ekki hvar maður getur fengið þannig hér, kannski að ég panta hann bara á e-bay. 

Ég er eitthvað svo þakklát þessa dagana, þakklát fyrir það tækifæri að vera hérna og fá að upplifa allt það sem ég er að upplifa nýtt. - þetta er svo sannarlega ekki sjálfgefið. 

Er að spá í að fara og versla mer pepperoní og ost svo ég get búið mer til pizzu með pepp og piparost ;) 

 Later ;) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ljúfa líf beibí!

Katrín (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband