26.8.2010 | 06:09
Ameríkaninn Ms. Suri Karad presents; Þunglyndisblogg !
Jæjha, það fer að styttast í það að ég sé búin að búa hér í Ameríkunni í heila meðgöngu! Ég elska það alltaf jafn mikið að vera hér og það sem ég hef upplifað og lært á 8 mánuðum er náttúrulega ekkert grín, gæti ekki verið ánægðari, heppnari og meira þakklát!
Undanfarið hef ég samt verið að glíma við skrítnar tilfinningar. Okay, það vita allir hvernig söknunartilfinning er, ekkert grín!... en á hverjum einasta degi, hverjum einasta klukkutíma, hverja einustu sekúndu þá sakna ég, þessi söknuður verður bærilegri með hverjum deginum en það er samt svooo sárt að sakna!! Þó svo að ég sakni þá er ég að upplifa þá skemmtilegustu og án efa áhrifaríkustu tíma lífs míns, og það líf sem ég hef eignast hérna er FRÁBÆRT!! Ég á ÆÐISLEGAR vinkonur og vini, fjölskyldan mín hérna er einstök að öllu leyti, nágrannarnir rosa vingjarnlegir og allt fullkomið! - en það er eimitt það sem gerir mig dapra... sú hugsun að þetta líf sem ég á hér sé bara tímabundið. Hvað tekur við þegar ég þarf að fara aftur til Íslands ??? - sumir myndu segja að ég gæti alltaf farið aftur í heimsókn.. Það er nefnilega ekki svo einfalt, ég vildi óska þess að það gengi upp en flestar vinkonur mínar hér eru AuPair-ar eins og ég, og þær verða ekki hér að eilífu heldur. Sama hversu mikið ég myndi þrá að fá þessa tíma sem ég hef núna til baka þá skeður það ALDREI og það er að drepa mig.
Eins og ég sagði þá líður ekki sá dagur sem ég sakna ekki, með hverjum deginum verður hann bærilegri vegna þess að með hverjum degi sem líður styttist í að ég hitti loksins allra þeirra sem ég sakna! Aftur á móti þegar ég kem heim þá mun ég ekki hætta að sakna, heldur mun ég sakna alls fólksins míns sem ég á ÚTÚM ALLAN HEIM !!! og sá söknuður verður öðruvísi, því að hann er eitthvað svo endanlegur... - ég verð samt að hætta að hugsa svona því að þetta er í alvörunni að drepa mig!! Ekki það að liggji upp í rúmi alla daga.. hehe.. ég er alveg að njóta lífsins.. en þetta er hugsun sem kraumir undir niðri og poppar reglulega upp og gerir mig dapra! Við stelpurnar hérna erum búnar að ræða þetta og þær eru alveg sammála mer og sjálfar búnir að hugsa útí þetta.
Afhverju þarf heimurinn að vera svona fjandi stór ??? Og afhverju getur maður ekki fengið allt sem manni langar ???
- Þann 11. Janúar keyrði besta vinkona mín mig upp á flugvöll... við knúsuðumst og ég fór grenjandi inná leifstöð... frá þeirri mínútu hef ég saknað hennar og geri enn sooo bad, 8 mánuðum seinna!! Dóttir hennar fer frá því að vera 2 ára í að verða 4 ára þegar ég kem heim. Bjarney á von á öðru barni og það barn verður 5 mánaða þegar ég kem heim. Sem þýðir að ég missi af 1 og hálfu ári af lífi þeirra.. missi af meðgöngunni (hver á að gifsa bumbuna?) missi af 3ja ára afmæli Emilíu og hún mun örugglega ekki muna eftir mér þegar ég kem heim!!
- 10. Janúar kyssti ég stóra bróður minn, kærustuna hans og bumbuna þeirra bless. 7 dögum eftir að ég kom út fæddist fullkomin prins, fyrsta ömmu og afa barnið mömmu og pabba. Ég missti af því þegar hann fæddist, ég missti af því að sjá mömmu og pabba í skýjunum, missti af skírninni hans og ég kem til með að missa af fyrsta afmælinu hans. Hann verður eins og hálfs árs þegar ég fæ loksins að sjá hann!
- Ég missti af fermingunni Hilmar Snæs frænda!
- Ég kem til með að missa af jólunum og áramótunum!! Verður erfiðast að missa af jólaboðinu heima hjá Afa og Ömmu Línu!!
- Helgi Hrafn verður orðinn fullorðinn þegar ég kem heim.
- Ég missti af eldgosinu (hefði verið rosa kúl að sjá það)
- Í sumar flæddi inn skemmtilegar útlegumyndir og statusar á facebook. Ég var að missa af öllu !!!
Athugasemdir
Elsku dúllurassinn minn.. já þetta er erfitt og söknuðurinn get ég ýmindað mér að sé gífurlegur :/ Við hérna heima söknum þín líka OSSA mikið!!!! :( Það er hundleiðinlegt að geta ekki bara kíkt á rúntinn með þér, kúrt eða bara spjallað... Enn við gerum það bara seinna ;) Njóttu þess bara á meðan þú getur að vera með fólkinu þinu úti :)
í sambandi við Emilíu, ég leyfi henni sko ekkert að gleyma þér sæta mín :)
Auðvitað er erfitt að missa af einu og hálfu ári hjá öllum sem þér þykir vænt um enn þú færð allan þennan tíma aftur einhverntíman ;) Þú verður bara með í næstu skírn bróðir þíns og gifstar bara bumbuna hennar Sonju þegar kemur að því :)
Enn jæja.. ég er að verða sein í vinnuna.. Knús á þig ástarengillinn minn :* Love you! :*
Bjarney (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.